Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 48
I
NÆRMYND AF ÞÓRÐI SVERRISSYNI
Keppnismaður í
leiðtogahlutverki
Stjórnunarreynslan er víbtæk og
löng, ekki síst úr hinum harda heimi
sem flutningageirinn er. Þórður
Sverrisson, nýráðinn forstjóri Ný-
herja, er sagður keþpnismaður sem
aldrei gefist upp heldur helli sér á
kafí vinnu og leysi hratt og vel úr
verkefnum sínum.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
reynslu sem löngu er vitað að er býsna
harðfylginn þegar það á við.“
Uppruni Þórður er fæddur 24. apríl
1952 í Reykjavík og alinn upp í Hafnar-
firði, mikill Hafnfirðingur í sér en á
ekki ætt að rekja til Hafnaríjarðar og
telst því ekki Gaflari í hefðbundinni
merkingu þess orðs. Faðir hans er
Sverrir Örn Valdimarsson, prentari og
framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 16.
desember 1923. Móðir hans er Mál-
fríður Lára Jóhannsdóttir húsfreyja, f.
17. maí 1923, hún lést árið 1999.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Europay íslands,
segir um vin sinn Þórð Sverris-
son, nýráðinn forsljóra Nýheija, sem
er í nærmynd Frjálsrar verslunar að
þessu sinni: „Þórður er óvenjulega vel
búinn undir starf sem æðsti daglegi
stjórnandi í fyrirtæki á borð við Ný-
herja því að hann hefur aflað sér geysi-
legrar reynslu sem framkvæmdastjóri,
fyrst hjá Stjórnunarfélaginu og síðan
þeirri þekkingarmiðstöð sem Eim-
skipafélag Islands er. Nýheiji er há-
tækni- og þekkingarfyrirtæki og ég
held að reynsla Þórðar frá Eimskip nýt-
ist vel. Þá mun sannast það sem oft hefur sést að þegar maður
kemur úr þekkingarumhverfi inn í nýtt umhverfi nýtist þekking
hans með nýjum hætti. Þeir hjá Nýheija vita hvað þeir gera þeg-
ar þeir sækja mann á borð við Þórð, mann með sljórnunar-
Systkini Þórður á fimm systkini, þar af eru tveir bræður eldri
en hann. Elstur er Guðmundur Ingvi Sverrisson, heimilislækn-
ir og einn af stofnendum Islenskrar erfðagreiningar með Kára
Stefánssyni. Hann á þrjú börn og er kvæntur Kristínu Karls-
Nafn: Þórður Sverrisson.
Fæðingardagur: 24. apríl 1952.
Foreldrar: Sverrir Örn Valdimarsson, prentari og framkvæmdasþóri í Hafnarfirði, f. 16.
desember 1923, og Málfríður Lára Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1923. Hún er látin.
Eiginkona: Lilja Héðinsdóttir, BA í ensku og enskukennari við Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði, f. 26. maí 1952.
Börn: Vilborg, f. 19. júní 1976, viðskiptafræðingur hjá SP Fjármögnun, Héðinn, f. 15. jan.
1982, nemandi við Verzlunarskóla íslands, og Bryndís Þóra, f. 26. febrúar 1988, nemi.
Menntun: Stúdentspróf frá MH 1972, cand. oecon. próf frá HÍ 1977. Framhaldsnám í
rekstrarhagfræði við Handelshögskolan í Gautaborg veturinn 1977-78.
Starf: Tekur við starfi forstjóra Nýhetja um næstu mánaðamót. Hefur starfað hjá Eim-
skip frá 1982. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Þórður hefur
gegnt ^ölda trúnaðarstarfa á ferli sínum
Ahugamál: Keppti í handbolta með FH og hefur leikið fótbolta einu sinni í viku í 15-20
ár. Þórður er í matarklúbbi og vínklúbbi og bregður sér einu sinni til tvisvar á ári í laxveiði.
48