Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 96
Sigurður Oli Sigurðsson og Erla Magnúsdóttir, eigendur EgC verslananna. Umgjörðin setur svipinn Gleraugnaverslunin ÉgC er á þrem stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Laugavegi 61, Hamraborg 10 og Smáratorgi. Þar ráða húsum þau Sig- urður Oli Sigurðsson og Erla Magnús- dóttir en þau opnuðu fyrstu verslunina árið 1996 og komu með nýjar hug- myndir og nýja strauma til landsins. Þau eru bæði sjóntækjafræðingar að mennt, lærðu í Heidelberg í Þýskalandi. „Það sem nú er efst á baugi er að umgjarðirnar eru aðeins að stækka og verða efnismeiri og litirnir eru meira afger- andi,“ segir Sigurður Oli. „Það eru líka komnir litir í glerin, lit- ir sem gera að verkum að birtan verður mun þægilegri fyrir notandann. Litirnir sem við notum eru bleikrauður litur, kan- ellitur og allt út í grængráa kaktusliti og að sjálfsögðu brúnir og gráir litir. Sú litun sem við mælum með og látum gera fyr- ir viðskiptavini okkar hefur heppnast verulega vel og gerir heildarsvip gleraugnanna skemmtilegri. Sterkir litír í um- gjörðum verða æ vinsælli og það færist í vöxt að fólk láti út- búa glerin í sólgleraugunum í samræmi við sjónina." Heppilegur fylgihlutur Sigurður segir gleraugnatískuna ijöl- breytta og að í vaxandi mæli líti fólk á gleraugu sem einn af fylgihlutunum við fatnaðinn. Eigi jafnvel 2-4 gleraugu sem það skipti um reglulega og notí í samræmi við tilefni. „Þegar ég var að ljúka námi í Þýskalandi var tal- að um að Evrópubúar skiptu um gler- augu á 4-5 ára fresti,“ segir hann. „Hér á landi skiptír fólk hins vegar um gler- augu á um það bil tveggja tíl þriggja ára fresti, að því er mér sýnist. Það hefur færst í vöxt að fólk kaupi sér sérstök skrifstofugleraugu og segist Sigurður gjarnan mæla með þeim þegar keypt séu lesgleraugu. „Þau eru á svipuðu verði og lesgler- augun en nýtast miklu betur í skrifstofuvinnuna þar sem fók- usinn nær yfir stærri flöt og gerir fólki fært að lesa og horfa á skjáinn og nánasta umhverfi. Þau eru tvískipt en þetta eru ekki gleraugu sem hægt er að nota við akstur enda eingöngu ætluð til nota á skrifstofunni." flllt á einum stað Flestir íslenskir sjóntækjafræðingar hafa tíl þess próf og kunnáttu að mæla sjón fólks og segir Sigurð- ur það slæmt að geta ekki notað sér kunnáttuna hér á landi. „Erlenda heitið á þessari starfsgrein er „Optometrist“,“ segir hann. „Erlendis, eins og flestir þekkja, er hægt að fá sjón mælda í gleraugnaverslunum og þar með afgreiða allan feril- inn á einum stað. Það er slæmt að horfa upp á fólk sem er að koma heim eftir margra ára nám, sérmenntað í sjónmæling- um, og sjá þeim settar skorður í atvinnugrein sinni vegna sér- hagsmuna annarra,“ segir Sigurður Óli að lokum.S!] Með tilkomu nýrrar kynslóðar sjóntækjafræðinga hefur verslun- um sem sérhæfa sig í sölu gler- augna ffólgað mjög. Eflir Vigdísi Stefánsdóttur 96 „Þegar ég var að Ijúka námi í Þýskalandi var talað um að Evrópubúar skiptu um gleraugu á 4-5 ára fresti,“ segir Sigurður Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.