Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 18
Þau hafa verið frá upphafi: Kristín Asgeirsdóttir smurbrauðsdama, Anna Kr. Gústafsdóttir, Jakob Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar, Silvía
Olafsdóttir og Rannveig Arnadóttir, starfsmannastjóri með meiru. FV-mynd: Geir Ólafsson
Jómfrúin við Lækjargötu:
Fimm ára atmæli
fagnað við Lækjargötu
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Við miðum alla okkar
þjónustu við það að
veitingahúsið sé það
sem kallað er hádegisveit-
ingahús. Hingað kemur fólk
til að borða, það hefur yfir-
leitt fremur nauman tíma og
margir halda hér stutta
fundi,“ segir Jakob Jakobs-
son, eigandi Jómfrúarinnar,
en meðeigandi hans að
staðnum er Guðmundur
Guðjónsson myndlistarmað-
ur, maki hans.
Jómfrúin fagnar um þess-
ar mundir 5 ára afmæli sínu
en staðurinn var opnaður
hinn 1. mars 1996. Jómfrú-
in er um margt öðruvísi veit-
ingahús en hin hefðbundnu
og fyrst og fremst rekið sem
hádegisveitingahús,“ segir
Jakob.
Hjá fyrirtækinu vinna 8
manns að staðaldri en fleiri á
sumrin. Oft eru þar
skemmtilegar uppákomur,
djass og fleira, sem lífgar
upp á miðbæjarlífið. „Það
koma um 80 manns hingað í
hádeginu að jafnaði," segir
Jakob. „Mörgum þykir þægi-
legt að fá sér lítinn bjór eða
snafs í hádeginu með góðu
brauði eða mat, en ásamt
brauðinu býður Jómfrúin
upp á nokkrar tegundir af
heitum mat. Maturinn okkar
er þó ekkert megrunarfæði,
mest dýrafita auðvitað, og
með þannig mat er gott að
hafa vínanda til að brjóta nið-
ur fituna. Við leggjum fyrst
og fremst áherslu á góðan
mat og alúðlega þjónustu á
skömmum tíma og verðlagið
er lágt. Hér er ekkert
skyndibitayfirbragð, heldur
er Jómfrúin það sem kallast
myndi bissnessveitingahús."
Meirihluti þess sem Jóm-
frúin býður upp á í brauði er
þekkt í Danmörku, en þar
lærði Jakob einmitt, raunar
hjá hinni þekktu Idu David-
sen í Kaupmannahöfn. Þess
má geta að Jakob hefur oft
verið kallaður Smurbrauðs-
jómfrúin, bæði í gamni og al-
vöru. Þó eru nokkrar teg-
undir sem hvergi fást ann-
ars staðar, eins og saltfiskur
á brauð og lifur, sem er
mjög vinsælt að vetri til, að
sögn Jakobs.
í tilefni afmælisins var ekki
blásið í lúðra, enda segir
Jakob þá fremur hafa viljað
gera vel við þá sem koma oft
og eru fastir viðskiptavinir.
Því hafi ýmislegt verið gert
til að koma þeim á óvart og
það hafi mælst vel fyrir. 133
18