Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 90
Greinarhöfundur, Þór Ciausen, er skrifstofu- stjóri Opinna kerfa, og skrifaði þessa grein nýlega í meistaranámi sínu í fjármálum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. A að kaupa eða leigja? Rekstrarleiga á tölvubúnaði er ætl- uð fyrirtækjum og stofnunum sem ekki vilja binda of mikið rekstrarfé í tölvubúnaði. Tilgangur hennar er meðal annars að mæta sveifl- um í greiðslustreymi viðkomandi fyrir- tækis. Kostirnir við þetta leiguform eru margir og því má leiða likum að þvi að rekstrarleiga á tölvubúnaði, sem flestöll íslensku tölvufyrirtækin hófu að bjóða fyrirtækjum upp á fyrir nokkrum árum og vaxið hefur hröðum skrefum síðan, muni stóraukast á næstu árum. Tekið skal fram að rekstrarleiga er ekki það sama og kerf- isleiga, sem mjög hefur verið til umræðu. Kerfisleiga felur það í sér að eitthvert fyrirtæki fær utanaðkomandi tölvufyrirtæki til að annast tölvumálin fyrir sig að fullu. Hröð úrelding Tölvubúnaður úreldist hratt og afskrifast nánast að fullu á þremur árum. Því er ljóst að búnaðurinn verður mjög verð- lítill á skömmum tírna, en samt sem áður getur þetta verið stór út- gjaldaiiður í fyrirtækjum þar sem hver starfsmaður þarf að nota tölvubúnað við vinnu sína. Ef við gefum okkur að ein starfestöð með tölvu kosti að jafnaði um 170 þús. krónur þá þarf fyrirtæki, sem er með 70 starfsmenn, að ijárfesta í tölvubúnaði fyrir að lágmarki um 13 milljónir króna sem síðan er að mestu verðlaus að þremur árum liðnum. Sömuleiðis hefur tækninni þá örugglega fleygt fram þannig að fjárfestingin reynist mjög dýr miðað við líftíma hennar. Rekstrarleiga tryggir að... Stefna flestra fyrirtækja hlýtur að vera að áætla sem nákvæmast rauntölur gjalda- og tekjustreymi fram- tíðar. Ef tölvubúnaður er keyptur þarf að nota til þess Jjármagn úr rekstrinum sem annars mætti eflaust festa í öðru sem er tekju- skapandi. Með því að endurtjármagna búnaðinn er hægt að bæta lausaijárstöðu og leggja grunninn að raunhæfari áætlanagerð rekstrarreiknings. Ferli rekstrarleigu Enhvernigerrekstr- arleigu á tölvubúnaði háttað? í grundvail- aratriðum er ferli rekstrarleigu þannig háttað að leigusali flárfestir í tilgreindum tölvubúnaði að beiðni leigutaka og leigir honum síðan búnaðinn samkvæmt samningi þeirra á milli. Tölvufyrirtæki er- lendis hafa séð sér hag í því að gerast leigusalar á tölvubúnaði og þjónustu tengdri honum og má netha að bæði IBM og Hewlett Packard eru umfangs- mikil á þessu sviði. Fyrirtæki eins og Tæknival, Nýheiji, EJS og Opin kerfi bjóða þessa þjónustu og eru Opin kerfi til dæmis í sam- starfi við sérstaka deild innan Hewlett Packard í Danmörku, sem heitir HP Finance. Þar er tilvonandi leigutaki fyrst skoðaður með til- liti til flárhagsstöðu. Lánshæfið ákvarðast þá fyrst og fremst af rekstrarafkomu, eiginfjárstöðu og viðskiptasögu. Ef tilvonandi leigutaki stenst þá skoðun er gerður samningur á milli leigusala og leigutaka Leigusaii kaupir viðkomandi tölvubúnað af seljanda og þar með er leigusaii orðinn eigandi búnaðarins. Hann leigir síðan leigutaka búnaðinn sem greiðir leigu samkvæmt samningi. Leigugreiðslurnar Að skrifa undir rekstrarleigusamning felur í sér að leigutaki samþykkir að greiða fasta upphæð mánaðarlega. Ef rekstrarleigufyrirtækið er erlendis, eins og í tilfelli HP Finance, er ljóst að leigureikningar berast leigutaka í erlendri mynt Þá er nauðsynlegt að taka tillit til tveggja þátta. Annars vegar að leigu- taki ber gengisáhættuna, sem myndast frá því að leigureikningur er gefinn út og þar til hann er greiddur, en hún getur verið jákvæð eða neikvæð, háð stöðu viðkomandi gjaldmiðils gagnvart íslensku krónunni frá undirritun samnings og þar til inna á af hendi leigu- greiðslurnar. Hins vegar þurfa leigureikningarnir sem berast leigutaka að vera með virðisaukaskatti. Þó svo leigusali sé erlend- ur þá er búnaðurinn leigður hérlendis og líta skattayfirvöld þannig á málið að um viðskipti innanlands sé að ræða. Leigusali greiðir Rekstrarleiga á tölvubúnaði hefur vaxið hröðum skrefum á undanförn- um árum og mun án efa færast enn í aukana á næstu árum. En hvað er svona hentugt við að leigja tölvur? Eftir Þór Clausen Myndir: Geir Olafsson 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.