Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Einnar mínútu þögn Breska tlmaritið The Economist lagði nýlega til við lesendur sína að þeir minntust þess með einn- ar mínútu þögn að 10. mars sl. væri eitt ár liðið frá því að bandariski Nasdaq hlutabréfamarkaðurinn hefði náð hámarki sínu. Síðan hefur þessi umtal- aði markaður nánast verið í frjálsu falli - svo notað sé mál fallhlífastökkvara - og fallið í verði um meira en helming, eða um 55%. Það eru fýrst og fremst net- og tæknifýrirtæki sem skráð eru á Nasdaq en hann endurspeglaði allt til 10. mars i fyrra trú manna á „nýja hagkerfinu" svonefnda. Nánast á sama tíma og The Economist lagði til mínútu þögn sté kunnasti Jjárfestir Bandaríkjanna, Warren Buffet, í pontu á aðal- fundi tryggingar- og ijárfestingarfélags síns, Berkshire Hathaway. Hann bar hvorki sorgarband né þagði, heldur lét hann gamminn geysa og gagnrýndi þá tjárfesta sem hefðu látið glepjast af net- og tæknibólunni. ,ý\lmenningur lagði fram millj- arða dollara tíl fyrirtækja sem höfðu það aðeins að markmiði að stofna til frumútboðs og verða sér úti um fé í stað þess að skila hagnaði af rekstrinum,“ sagði hann. Fyrir rúmu ári var Buffet gagnrýndur harkalega fyrir að fjárfesta ekki í net- og tæknifyrir- tækjum „nýja hagkerfisins“ og vera of gamaldags í fjárfesting- um sínum, en bréf í fyrirtækjum hans, sem tilheyra „gamla hag- kerfinu", skiluðu ekki nægilegri ávöxtun á árinu 1999 þar sem straumur íjárfesta lá í „það nýja“. Það hlakkaði því í Buffet þegar hann tilkynnti að hagnaður Berkshire Hathaway hefði numið 3,3 milljörðum dollara á síðasta ári, meira en tvöfaldast frá árinu 1999, og á sama tíma hefði gengi bréfa í Hathaway hækkað um 71%. Þetta er vel gert því hlutabréf hafa yfir það heila á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum lækkað um allt að 20% frá þvi kúrfan náði hámarki sínu fyrir ári. Verður Símanum svarað? En það er ekki bara almenningur í Bandaríkjunum sem er svolitið brennimerktur af hlutabréfa- kaupum, heldur er sömu sögu að segja hér á landi því úrvals- vísitala Verðbréfaþings hefur lækkað um 35% frá því hún náði hámarki sínu um miðjan febrúar í fyrra. Með öðrum orðum: Um þriðjungur af markaðsvirði fyrirtækja á Verð- bréfaþingi hefur skolast í burtu. I Ijósi þessa verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með hluta- tjárútboð Landssímans, en til stendur að selja þar um 24% hlut með vorinu, þar af 14% til almenn- ings og 10% til fagtjárfesta. A síðari hluta þessa árs stendur til að leitað verði eftir kjölJjárfesti í 25% hlutaijár, væntanlega erlendum. I þriðja og síðasta hluta sölunnar, á árinu 2002 eða síðar, verða svo 51% hlutaJjárins seld til almennings og Jjárfesta innanlands og utan. Eftir þessari sölu hefur lengi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ætla má að markaðsverð Landssímans liggi nú einhvers staðar í kringum 40 milljarða, en fyrir aðeins nokkrum mánuðum var það talið vera nær 50 milljörðum. Verð símafyrirtækja í heiminum hefur hins vegar lækkað vegna vaxandi efasemda um að þriðja kyn- slóð farsíma sé eins nálægt og reiknað hefur verið með og enn- fremur vegna óvissu um hvað símafyrirtæki þurfi að greiða í leyfi fyrir þessa kynslóð farsíma. A aðalfundi Landssímans fyrir nokkrum dögum var tilkynnt um hagnað fyrir afskriftir og Jjár- magnsliði (EBITDA) upp á um 6,6 milljarða, en m.a. vegna stórfelldra afskrifta og flýtifyrninga nam hagnaður eftir skatta ekki nema 149 milljónum. Hagnaður Símans í eðlilegu árferði er líklegast í kringum 2 milljarða. Engu að síður er stóra spurn- ingin núna hvernig almenningur bregðist við útboðinu þegar hann hefur brennt sig á því að hlutabréf eru áhættuJjárfesting - og ekki er sama á hvaða verði keypt er. Mun hann svara kalli Símans? Þjúðin hefur ekki þagnað Landssíminn telst hins vegar ekki til íyrirtækja í „nýja hagkerfinu", svo löng er hagnaðarsaga hans. Frá því fyrsta símasambandið komst á milli Reykjavíkur og HafriarJjarðar árið 1890 og innanbæjarsíminn varð að veru- leika í Reykjavík árið 1905 hefur þjóðin vart þagnað. Það hefur ekki orðið einnar mínútu þögn - sem betur fer fyrir væntanlega kaupendur Símans. Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrúti Helga Geir Ólajsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. BIAÐAMAÐI 'R: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMt ATNNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.