Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN
Einnar mínútu þögn
Breska tlmaritið The Economist lagði nýlega til
við lesendur sína að þeir minntust þess með einn-
ar mínútu þögn að 10. mars sl. væri eitt ár liðið frá
því að bandariski Nasdaq hlutabréfamarkaðurinn
hefði náð hámarki sínu. Síðan hefur þessi umtal-
aði markaður nánast verið í frjálsu falli - svo notað
sé mál fallhlífastökkvara - og fallið í verði um
meira en helming, eða um 55%. Það eru fýrst og
fremst net- og tæknifýrirtæki sem skráð eru á
Nasdaq en hann endurspeglaði allt til 10. mars i
fyrra trú manna á „nýja hagkerfinu" svonefnda.
Nánast á sama tíma og The Economist lagði til mínútu þögn sté
kunnasti Jjárfestir Bandaríkjanna, Warren Buffet, í pontu á aðal-
fundi tryggingar- og ijárfestingarfélags síns, Berkshire
Hathaway. Hann bar hvorki sorgarband né þagði, heldur lét
hann gamminn geysa og gagnrýndi þá tjárfesta sem hefðu látið
glepjast af net- og tæknibólunni. ,ý\lmenningur lagði fram millj-
arða dollara tíl fyrirtækja sem höfðu það aðeins að markmiði að
stofna til frumútboðs og verða sér úti um fé í stað þess að skila
hagnaði af rekstrinum,“ sagði hann. Fyrir rúmu ári var Buffet
gagnrýndur harkalega fyrir að fjárfesta ekki í net- og tæknifyrir-
tækjum „nýja hagkerfisins“ og vera of gamaldags í fjárfesting-
um sínum, en bréf í fyrirtækjum hans, sem tilheyra „gamla hag-
kerfinu", skiluðu ekki nægilegri ávöxtun á árinu 1999 þar sem
straumur íjárfesta lá í „það nýja“. Það hlakkaði því í Buffet þegar
hann tilkynnti að hagnaður Berkshire Hathaway hefði numið
3,3 milljörðum dollara á síðasta ári, meira en tvöfaldast frá árinu
1999, og á sama tíma hefði gengi bréfa í Hathaway hækkað um
71%. Þetta er vel gert því hlutabréf hafa yfir það heila á hluta-
bréfamörkuðum í Bandaríkjunum lækkað um allt að 20% frá þvi
kúrfan náði hámarki sínu fyrir ári.
Verður Símanum svarað? En það er ekki bara almenningur í
Bandaríkjunum sem er svolitið brennimerktur af hlutabréfa-
kaupum, heldur er sömu sögu að segja hér á landi því úrvals-
vísitala Verðbréfaþings hefur lækkað um 35% frá því hún náði
hámarki sínu um miðjan febrúar í fyrra. Með öðrum orðum:
Um þriðjungur af markaðsvirði fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi hefur skolast í burtu. I Ijósi þessa
verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með hluta-
tjárútboð Landssímans, en til stendur að selja þar
um 24% hlut með vorinu, þar af 14% til almenn-
ings og 10% til fagtjárfesta. A síðari hluta þessa
árs stendur til að leitað verði eftir kjölJjárfesti í
25% hlutaijár, væntanlega erlendum. I þriðja og
síðasta hluta sölunnar, á árinu 2002 eða síðar,
verða svo 51% hlutaJjárins seld til almennings og
Jjárfesta innanlands og utan. Eftir þessari sölu
hefur lengi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ætla má að
markaðsverð Landssímans liggi nú einhvers staðar í kringum
40 milljarða, en fyrir aðeins nokkrum mánuðum var það talið
vera nær 50 milljörðum. Verð símafyrirtækja í heiminum hefur
hins vegar lækkað vegna vaxandi efasemda um að þriðja kyn-
slóð farsíma sé eins nálægt og reiknað hefur verið með og enn-
fremur vegna óvissu um hvað símafyrirtæki þurfi að greiða í
leyfi fyrir þessa kynslóð farsíma. A aðalfundi Landssímans fyrir
nokkrum dögum var tilkynnt um hagnað fyrir afskriftir og Jjár-
magnsliði (EBITDA) upp á um 6,6 milljarða, en m.a. vegna
stórfelldra afskrifta og flýtifyrninga nam hagnaður eftir skatta
ekki nema 149 milljónum. Hagnaður Símans í eðlilegu árferði
er líklegast í kringum 2 milljarða. Engu að síður er stóra spurn-
ingin núna hvernig almenningur bregðist við útboðinu þegar
hann hefur brennt sig á því að hlutabréf eru áhættuJjárfesting
- og ekki er sama á hvaða verði keypt er. Mun hann svara kalli
Símans?
Þjúðin hefur ekki þagnað Landssíminn telst hins vegar ekki
til íyrirtækja í „nýja hagkerfinu", svo löng er hagnaðarsaga
hans. Frá því fyrsta símasambandið komst á milli Reykjavíkur
og HafriarJjarðar árið 1890 og innanbæjarsíminn varð að veru-
leika í Reykjavík árið 1905 hefur þjóðin vart þagnað. Það hefur
ekki orðið einnar mínútu þögn - sem betur fer fyrir væntanlega
kaupendur Símans.
Jón G. Hauksson
Stofiiuð 1939
Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár
Sjöfn Guðrúti Helga Geir Ólajsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
BIAÐAMAÐI 'R: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimur hf.
DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575
FILMt ATNNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf.
UTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
ISSN 1017-3544
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is
6