Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 22
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra og Eimskips,
og Einar Sveinsson, annar tveggja forstjóra Sjóvár-Almennra.
Um tvíkeppni verður ekki fjallað án þess að ræða um við-
skiptablokkirnar í íslensku atvinnulifi. Fyrir aðeins tíu
árum snerist öll umræðan um viðskiptablokkirnar kol-
krabbann og smokkfiskinn. Kolkrabbinn var á þessum árum
skilgreindur sem möndullinn í kringum Eimskip, Sjóvá-Al-
mennar og SH. Smokkfiskurinn var leifarnar af Sambandinu
(SIS), þ.e. öxullinn á milli Islenskra sjávarafurða, Olíufélagsins,
VIS og kaupfélaganna. A aðeins örfáum árum hafa völd og
áhrif kolkrabbans svonefnda og smokkfisksins riðlast og í ein-
staka tilvikum jafnvel tvinnast saman. Mestu breytingarnar eru
þó þær að nýjar blokkir hafa bæst við. I stuttu máli skilgreinum
við hinar nýju valda- og viðskiptablokkir þannig að standi til að
gera eitthvað verulega stórt og öflugt í íslensku viðskiptalifi
stökkva alls kyns sterkir íjárfestar fram á leiksviðið án þess að
tengjast kolkrabbanum eða smokkfisknum. Hægt er að benda
islandsbanki-FBA.
Viðskipt
á Orca-hópinn, Samherjaveldið og Hofsfjölskykluna, með
Sigurð Gísla Pálmason í fararbroddi. Eða þá Jón Olafsson í
Norðurljósum og Orca-hópnum, en hann verður að teljast,
einn og sér, veldi út af iyrir sig vegna ítaka sinna á markaði
sjónvarps, síma, dægurtónlistar og kvikmynda. Baugsfeðgarn-
ir, Jón Asgeir og Jóhannes, eru ótvírætt viðskiptaafl í gegn-
um Baugsblokkina. I kringum Kaupþing og sparisjóðina er
Á það hefur verið bent að það er sitthvað stórt fýrirtæki á
íslandi eða erlendis. Stórt fyrirtæki á Islandi er agnarsmátt á
alþjóðlega mælistiku og býr við beina samkeppni, eða að
minnsta kosti hótun um samkeppni, frá erlendum risafyrir-
tækjum í sömu grein. Þau halda þeim við efnið. Eftir stendur
þá stóra spurningin hvort við þessar aðstæður eigi að tala um
tvíkeppni á íslenskum mörkuðum eða alþjóðlega samkeppni?
Dæmi hver fyrir sig.
Ærinn tilkostnaður að fara inn á markað Það er engin ný bóla
að erfitt sé fyrir ný fyrirtæki að koma inn á markað þar sem
sterk fyrirtæki eru fyrir og ætla að hasla sér völl án þess að
leggja út í ærinn tilkostnað við að afla sér viðskiptavina. Það
krefst mikillar þolinmæði af hálfu hluthafa. Því ijármagns-
frekari sem atvinnugreinin er því erfiðara er fyrir ný fyrirtæki
að brjótast inn á markaðinn nema að viðskiptahugmyndin sé
þeim mun betri, hluthafarnir þolinmóðari og fyrirtækin sem
fyrir eru á markaðnum sljórri og áhugalausari. Jafnframt sýn-
ir það sig að það er mjög erfitt að ryðjast inn á svonefndan
lággjaldamarkað þar sem álagning er lítil og hagnaðurinn því
seinteknari.
Fyrir nokkrum árum íhugaði kanadíska olíufyrirtækið
Irving að koma hingað inn á olíumarkaðinn en það hætti við.
Eftir að Olíufélagið keypti meirihlutann í Olís í samvinnu við
Texaco sáu Irving feðgar ekki að þeim tækist að bijóta upp
sterk viðskiptasambönd olíufélaganna þriggja hérlendis. Það
að reka olíufélag er nefnilega talsvert meira en að selja bens-
ín á bíla. Sænska Ijármálafyrirtækið Skandia braut sér leið
hingað inn á fjármála- og tryggingamarkaðinn snemma á síð-
asta áratug með því meðal annars að kaupa öll hlutabréfin í
Fjárfestingarfélagi íslands. Eftir nokkurra ára veru hérlendis
og nokkurn taprekstur seldi félagið VÍS starfsemi sína. Loks
má geta þess að FÍB hefur reynt að bijóta upp trygginga-
markaðinn og fengið erlend tryggingafélög til að bjóða bif-
22