Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 22

Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 22
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra og Eimskips, og Einar Sveinsson, annar tveggja forstjóra Sjóvár-Almennra. Um tvíkeppni verður ekki fjallað án þess að ræða um við- skiptablokkirnar í íslensku atvinnulifi. Fyrir aðeins tíu árum snerist öll umræðan um viðskiptablokkirnar kol- krabbann og smokkfiskinn. Kolkrabbinn var á þessum árum skilgreindur sem möndullinn í kringum Eimskip, Sjóvá-Al- mennar og SH. Smokkfiskurinn var leifarnar af Sambandinu (SIS), þ.e. öxullinn á milli Islenskra sjávarafurða, Olíufélagsins, VIS og kaupfélaganna. A aðeins örfáum árum hafa völd og áhrif kolkrabbans svonefnda og smokkfisksins riðlast og í ein- staka tilvikum jafnvel tvinnast saman. Mestu breytingarnar eru þó þær að nýjar blokkir hafa bæst við. I stuttu máli skilgreinum við hinar nýju valda- og viðskiptablokkir þannig að standi til að gera eitthvað verulega stórt og öflugt í íslensku viðskiptalifi stökkva alls kyns sterkir íjárfestar fram á leiksviðið án þess að tengjast kolkrabbanum eða smokkfisknum. Hægt er að benda islandsbanki-FBA. Viðskipt á Orca-hópinn, Samherjaveldið og Hofsfjölskykluna, með Sigurð Gísla Pálmason í fararbroddi. Eða þá Jón Olafsson í Norðurljósum og Orca-hópnum, en hann verður að teljast, einn og sér, veldi út af iyrir sig vegna ítaka sinna á markaði sjónvarps, síma, dægurtónlistar og kvikmynda. Baugsfeðgarn- ir, Jón Asgeir og Jóhannes, eru ótvírætt viðskiptaafl í gegn- um Baugsblokkina. I kringum Kaupþing og sparisjóðina er Á það hefur verið bent að það er sitthvað stórt fýrirtæki á íslandi eða erlendis. Stórt fyrirtæki á Islandi er agnarsmátt á alþjóðlega mælistiku og býr við beina samkeppni, eða að minnsta kosti hótun um samkeppni, frá erlendum risafyrir- tækjum í sömu grein. Þau halda þeim við efnið. Eftir stendur þá stóra spurningin hvort við þessar aðstæður eigi að tala um tvíkeppni á íslenskum mörkuðum eða alþjóðlega samkeppni? Dæmi hver fyrir sig. Ærinn tilkostnaður að fara inn á markað Það er engin ný bóla að erfitt sé fyrir ný fyrirtæki að koma inn á markað þar sem sterk fyrirtæki eru fyrir og ætla að hasla sér völl án þess að leggja út í ærinn tilkostnað við að afla sér viðskiptavina. Það krefst mikillar þolinmæði af hálfu hluthafa. Því ijármagns- frekari sem atvinnugreinin er því erfiðara er fyrir ný fyrirtæki að brjótast inn á markaðinn nema að viðskiptahugmyndin sé þeim mun betri, hluthafarnir þolinmóðari og fyrirtækin sem fyrir eru á markaðnum sljórri og áhugalausari. Jafnframt sýn- ir það sig að það er mjög erfitt að ryðjast inn á svonefndan lággjaldamarkað þar sem álagning er lítil og hagnaðurinn því seinteknari. Fyrir nokkrum árum íhugaði kanadíska olíufyrirtækið Irving að koma hingað inn á olíumarkaðinn en það hætti við. Eftir að Olíufélagið keypti meirihlutann í Olís í samvinnu við Texaco sáu Irving feðgar ekki að þeim tækist að bijóta upp sterk viðskiptasambönd olíufélaganna þriggja hérlendis. Það að reka olíufélag er nefnilega talsvert meira en að selja bens- ín á bíla. Sænska Ijármálafyrirtækið Skandia braut sér leið hingað inn á fjármála- og tryggingamarkaðinn snemma á síð- asta áratug með því meðal annars að kaupa öll hlutabréfin í Fjárfestingarfélagi íslands. Eftir nokkurra ára veru hérlendis og nokkurn taprekstur seldi félagið VÍS starfsemi sína. Loks má geta þess að FÍB hefur reynt að bijóta upp trygginga- markaðinn og fengið erlend tryggingafélög til að bjóða bif- 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.