Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 80
STJÓRNUN ÁRflNGUR FÓLKS í STflRFI
Að stjórna eigin tilfinningum
Tilfinningagreind er geta til að greina eigin tilfinningar og annarra ásamt getu til að hvetja
sjálfan sig og stjórna eigin tilfinningum og samskiptum við annað fólk.
Fjórir flokkar tílfinningagreindar
Sjátfsmeðvitund
Tilfinningaleg sjálfsmeðvitund - Að þekkja eigin tilfinn-
ingar og áhrif þeirra.
Nákvæmt sjálfsmat-Að þekkja eigin styrk og takmarkanir.
Sjálfstraust -Trú á sjálfan sig og eigin hæfileika.
Sjálfsstjórn
Sjálfsstyrkur - Að geta meðhöndlað erfiðar tilfinningar
og hvatir.
Trúverðugleiki - Að viðhafa gildi á sviði heiðarleika og
hreinskilni.
Samviskusemi - Að taka ábyrgð á eigin frammistöðu.
Aðlögunarhæfni - Að geta aðlagast breytingum.
Arangursþörf - Að leitast við að bæta frammistöðu og ná
framúrskarandi árangri.
Frvunkvæði - Að taka af skarið og láta hlutina gerast.
Félagsleg meðvitund
Samkennd (empathy) - Að skilja tilfinningar og sjónar-
mið annarra og hafa áhuga á þeim.
Skipulagsleg meðvitund - Að geta lagt mat á tilfinninga-
lega strauma innan skipulagsheilda.
Þjónustuvilji - Að bregðast við þörfum viðskiptavina,
þekkja þær og sinna þeim.
Félagsleg færni
Þróun annarra - Að finna hvað aðrir þurfa að gera tíl að
bæta sig.
Leiðtogahæfileikar - Að hvetja og leiða hóp af fólki.
Ahrif - Að nýta sér árangursríkar aðferðir til að hafa áhrif.
Samskipti - Að senda frá sér skýr og sannfærandi skila-
boð.
Breytingastjórnun - Að stofna til og stjórna breytíngum.
Agreiningsstjórmm - Að semja um og leysa ágreining.
Að mynda tengsl - Að geta myndað tengsl við fólk og nýtt
sér þau.
Samvinna - Að vinna með öðrum að sameiginlegu mark-
miði.
svo yfir mikilli sjálfsstjórn getur hann stjórnað þessum tilfinn-
ingum á áhrifaríkan hátt. Mikilvægur þáttur þess hvernig
menn stjórna sjálfum sér er að geta hvatt sig áfram og komið
hlutum í verk, þ.e. frumkvæði og árangursþörf. Þeir sem búa
yfir nægri hvatningu sýna áhuga og vilja tíl að ná árangri, ár-
angursins vegna.
Að Skilja annað fólk Þriðji hornsteinn tilfmningagreindar er
félagsleg meðvitund, þ.e. að skilja annað fólk, hvernig því líð-
ur og hvað útskýrir hegðun þess. Mikilvægasti þátturinn í
þessum flokki er samkennd (empathy). Undirstaða hennar er
að þekkja tilfinningar og áhrif þeirra á eigin hegðun (sjálfs-
meðvitund). Þannig iyrst skapast forsendur fýrir að geta
greint og skilið viðbrögð og hegðun annarra. Einstaklingar
með mikla samkennd eru líklegir til að bregðast rétt við öðru
fólki og taka tillit til þeirra en samstarf gengur að stórum
hluta út á einmitt þetta. Einstaklingar með litla samkennd eru
líklegir til að rekast illilega á í hópum.
Færni í samskiptum Fjórði hornsteinn tilfinningagreindar
er félagsleg færni, þ.e. að geta stýrt, haft áhrif á og unnið með
öðrum á áhrifaríkan hátt. Þessi þáttur snýr beint að hegðun
og er efsti hluti ísjakans. An félagslegrar færni náum við ekki
að láta ljós okkar skína. Goleman talar um það í bók sinni að
mikilvægi samstarfshæfni fari vaxandi. Sem dæmi þá gátum
við árið 1989 sjálf ráðið 75% af árangrinum. Árið 1999 var hlut-
fallið komið niður í 15% þ.e.a.s. 85% af árangrinum verður til í
samvinnu við aðra. Þetta á sérstaklega við um flóknari störf.
Tilfinningagreind getur fólk króað með sér Ein af helstu
ástæðum þess að Daníel Goleman skrifaði bókina Tilfinn-
ingagreind var að benda á að tilfinningagreind virðist vera að
hraka. Okkur gengur erfiðar í dag að stjórna sjálfum okkur
en fýrir nokkrum áratugum síðan. Góðu fréttirnir eru að
hægt er að styrkja sig á þessu sviði. Þetta gerum við þó ekki
í bóklegu námi heldur með því að taka eftir því hvað við upp-
lifum og hvernig við bregðumst við áreiti. Það gefur okkur
skilning og forsendur til að ná stjórn á tilfinningunum. Skiln-
ingur á sjálfum okkur veitir okkur skilning á öðru fólki og þar
með forsendur fyrir árangursríkum samskiptum. Kannski má
segja að áminning Aristotelesar eigi við í þessu samhengi:
„Hver og einn á það til að reiðast - það er enginn vandi. En að
reiðast þeim sem skyldi, að réttu marki, af réttu tilefni og svo
sem skyldi - það er vandi.“
Greinarhöfundur er með M.A. í vinnusálfrœði og starfar sem
stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarsmiðjunni, sem er
hluti af IMG-hóþnum. Þekkingarsmiðjan stendur fyrir ráðstefnu
um tilfinningagreindfimmtudaginn 29. mars n.k. frá kl. 9-12þar
sem Eyþór mun fjalla ítarlega um þetta viðfangsefni. ffl
Ertu meðvitaður um eigin pirring og reiði?
Þeir, sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand, eins og t.d. pirring og reiði, eru
ekki líklegir til að geta stjórnað því.
80