Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 33
SVILARNIRI KflLIFORNÍU bótar fjölskylduböndum hafa svilarnir sameiginlegan áhuga á verslun og viðskiptum, hönnun og fatnaði auk þess sem báðir eru þeir áhugamenn um menningu og listir og hafa starfað beint eða óbeint að lista- og menningarmálum á margvislegan hátt, hvor í sinni heimsálfunni. Enitþá áhuyi á Eíðum Siguijón og Sigurður Gísli hafa báðir átt í fasteignaviðskiptum á Islandi að undanförnu en þau viðskipti eru talsvert ólík. Sigurjón hefur tjárfest í fasteignum á höfuðborgar- svæðinu og fasteignum og jörðum úti á landi, ýmist einn eða með öðrum í gegnum Þyril hf., sem tengdafaðir hans, Þórir Jónsson, stýrir og Ofanleiti ehf., sem mágur hans, Birgir Þórisson, sinnir. Ofanleiti sérhæíir sig í jörðum og íbúðum, Þyrill í skrifstofuhús- næði. Sigurður Gísli hefur keypt fasteignir og stuðlað að uppbygg- ingu nýrra hverfa í gegnum fasteignafélagið Þyrpingu hf. sem er í stjórnarformennsku Oskars Magnússonar hrl. og að stærstum hluta í eigu ílofstjölskyldunnar. Svilarnir hafa ekki átt í sameiginlegum fasteignaviðskiptum. Arið 1993 stofhuðu Sigurjón og Sigurður Gísli Domino’s pizzutýrirtækið ásamt Jóni Pálmasyni og Skúla Þorvaldssyni, sem kenndur er við Hótel Holt Sigurjón seldi hlut sinn í iýrirtækinu árið 1996. Síðan þetta var hafa Sigurður Gísli og Sigurjón aðeins einu sinni komið saman að viðskiptum og er þar átt við sameiginlegt kauptil- boð þeirra upp á 35 milljónir króna í Eiðastað í fyrra. Þar höfðu þeir áhuga á að koma á fót sjálfseignarstofnun og byggja upp alþjóðlegt menningarsetur. Þeir telja að tíminn vinni með staðnum, verðmæt- ið aukist þegar íram liða stundir, alþjóðlegur flugvöllur sé í ná- grenninu og loftslag með því besta sem gerist á Islandi. Báðir hafa þeir tekið afstöðu gegn álversframkvæmdum fyrir austan og telja þann hugsunarhátt úreltan. Sigurjón fékk hugmyndina að tilboð- inu og leitaði til Sigurðar Gísla. Með tilboðinu vildu þeir sýna fram á að Austíirðingar hefðu fleiri kosti og umhverfisvænni en það að leggja land undir vatn og byggja álver. Ekki hefúr borist endanlegt svar við tilboðinu og hafa svilarnir ennþá fullan hug á þessu, sam- kvæmt heimildum Frjálsrar verslunar. Hugmyndin um menning- arsetrið er þó ekki endilega bundin við Eiðar. Á nýrri braut Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi er goðsagnapersóna á Islandi, maðurinn sem fór til náms í Am- eríku, byggði upp nafn og fyrirtæki í sínu fagi og tókst að verða auðugur, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Um hann hefur margt verið sagt og kannski ekki allt rétt því að erfitt hefur reynst að fá hann til að tjá sig um þau mál. Einnig hefur lítið farið fyrir Sigurði Gísla Pálmasyni enda hefur hann ekki haft áhuga á að hafa sig mikið í frammi í ijölmiðlum, eins og á reyndar við um systkini hans. Fyrir nokkrum árum stóð Sigurður Gísli á tíma- mótum. Hann var búinn að reyna flest sem hægt var að reyna í matvöruverslun á Islandi og taldi að útvíkkunarmöguleikar innanlands væru takmarkaðir auk þess sem hann vildi eyða kröftunum í eitthvað annað. Árið 1998 seldi Ilofsijölskyldan Kaupþingi og FBA Hagkaup og helminginn í Bónus og í fyrra flutti Sigurður Gísli með ijölskylduna til Santa Monica. Til skamms tíma hafa ekki verið til á Islandi félög, sem sérhæfa sig í faglegum fasteignarekstri á erlenda vísu, en í fýrra var þegar kominn blómlegur vísir að sliku félagi í Þyrpingu. Sam- kvæmt heimildum Frjálsrar verslunar hafði Sigurður Gísli komið auga á tækifæri, sem gætu falist í svo ungri atvinnu- grein, og ákveðið að láta félagið halda áfram á þeirri braut. Sjálfur er hann búinn að losa sig úr daglegum rekstri. Frjáls verslun hefúr kortlagt fasteignaumsvif svilanna á Islandi. Kaliforníu Sigurjón Sighuatsson kvikmyndaframleiðandi: Safnar jörðum, eyjum og fasteignum! Fasteignaviðskipti Siguijóns Sighvatssonar á íslandi ná talsvert langt aftur því að þau hófust þegar fasteignaverð- ið var mun lægra en nú er en íslendingar fóru kannski ekki að heyra af kaupum hans og áhuga í þá áttina fyrr en fyr- ir fimm til sex árum. Á tiltölulega stuttum tíma hefur hann keypt allnokkrar fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, heilan Ijörð á Austurlandi, nefnilega Hellistjörð, og a.m.k. þijár jarð- ir og eyjar á Snæfellsnesi. Stærsta fasteignin sem hann hefur keypt er gamla Sjónvarpshúsið við Laugaveg 176 í Reykjavík og var kaupverðið 280 milljónir króna. Siguijón leigir hús- næðið út og er verið að byggja upp miðstöð kvikmyndafýrir- tækja i húsinu. Á götuhæðinni er Hljóðfærahúsið og á efri hæðunum eru Saga Film, sem er í eigu Jóns Þórs Hannesson- ar kvikmyndagerðarmanns, og kvikmyndafyrirtækið Zik Zak, sem er í eigu Þóris Snæs Sigurjónssonar og Skúla Malmquist, Friðrik Þór Friðriksson með Kvikmyndasam- steypuna auk þess sem ýmis fyrirtæki og einyrkjar hafa feng- ið þar inni. I húsinu er einnig kvikmyndaver í eigu fyrirtækis- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.