Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 103
„Ég held að uþþlýsingatœknin sé undirstaða góðs og framscekins markaðsstarfs. Alls konar tölvukerfi, sem gera mönnum kleift að vita sem mest um markaðinn, viðskiþtavini og samkeþþni, erþað sem koma skal,“ segir Anna Guðný Aradóttir, markaðsstjóri Samskiþa. Mynd: Geir Olafsson Anna Guðný Aradóttir, Samskipum Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Anna Guðný Aradóttir hef- ur starfað hjá Samskip- um í tæp fimm ár. Fyrstu Ijögur árin var hún deildar- stjóri innanlandsdeildar og var staðsett á skrifstofu iyrirtæk- isins í Skútuvogi. Hún tók við starfi markaðsstjóra 1. nóvem- ber sl. en hefur verið viðloð- andi markaðsmálin frá því í fyrrasumar. Markaðsdeildin er hluti af sölu- og markaðs- sviði hjá Samskipum og eru starfsmenn þar um 40 talsins en þær eru þrjár sem sinna markaðsstarfinu. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Sam- skip er ungt og ferskt fyrir- tæki, stjórnunarhættir eru nú- timalegir og fagleg vinnu- brögð eru í fyrirrúmi. Hér er mikið af skemmtilegu og góðu fólki. Atvinnugreinin er í mikilli þróun og það er alltaf gaman að taka þátt í slíku,“ segir hún. Segja má að Anna Guðný sé sprottin úr ferðaþjónust- unni hvað starfsreynslu snertir en hún hefur einkum starfað að sölu- og markaðs- málum síðustu árin. Hún hóf starfsferil sinn hjá Flugleið- um í Bandaríkjunum og starf- aði hjá fyrirtækinu í rúm átta ár en tók svo við starfi for- stjóra hjá ferðaskrifstofunni Útsýn, sem síðar varð Úrval- Útsýn, eins og kunnugt er. Hjá Útsýn hafði Anna Guðný stutt stopp, eftir níu mánaða dvöl lá leiðin til Stöðvar 2 þar sem hún starfaði að markaðs- málum í sex ár. „Sölu- og markaðsmálin eru lífleg og fjölbreytt; mikill erill og mikið að gerast en það á vel við mig,“ segir Anna Guðný. Það hefur mikið verið að gerast í sölu- og markaðsmál- unum síðustu ár og telur Anna Guðný að tæknin hafi þar komið skemmtilega að mál- um. „Markaðsfólk tekur tölvu- tæknina stöðugt meira í þjón- ustu sína og upplýsingatæknin aknennt verður æ mikilvægari þáttur í markaðsstarfinu. Það er spennandi og gaman að fýlgjast með og taka þátt í því. Ég tel að upplýsingatæknin sé undirstaða góðs og framsæk- ins markaðsstarfs. Alls konar kerfi, sem gera mönnum kleift að vita sem mest um markað- inn, viðskiptavini og sam- keppnina, er það sem koma skal. Ymsir greiningarmögu- leikar hafa opnast. Við hjá Samskipum rekum þróunar- deild sem heldur okkur vel upplýstum og við reynum að vera alltaf með það nýjasta á hveijum tíma,“ segir hún. Anna Guðný er fædd og uppalin á Akureyri, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1976 og á því 25 ára stúdentsafmæli í vor. Hún lærði sálarfræði við Háskóla Islands en fluttist svo til Bandaríkjanna og bjó þar í fjögur ár á meðan eigin- maður hennar, Asgeir Stein- grímsson, var þar í fram- haldsnámi. Hann er nú fyrsti trompetleikari Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Þau hjón eiga tvær dætur, 21 og 14 ára. Anna Guðný lauk rekstrar- og viðskiptanámi frá Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands fýrir fimm árum. „Það er mjög skemmtilegt og hag- nýtt nám,“ segir hún og kveðst gera mikið af því að sækja námskeið og ráðstefn- ur til að halda sér við og fýlgj- ast með. „Það er mjög mikil- vægt,“ segir hún. Vinahópurinn er stór og áhugamálin eru margvísleg. ,Auðvitað fylgjumst við með tónlist en sameiginlegt aðalá- hugamál okkar hjóna er stangveiði. Hún er í miklu uppáhaldi, kannski meira hjá manninum mínum en mér, en við stundum hana bæði. Ég held líka alltaf sambandi við mína gömlu vinnufélaga á Stöð 2. Við erum nokkrar í veiðihóp saman og förum alltaf einu sinni á ári saman í veiðitúr. Við höfum verið vanafastar og höfum hingað til alltaf farið í Hítará. Ég er dugleg að koma mér í alls konar félög og klúbba og svo finnst mér óskaplega gaman í vinnunni,“ segir Anna Guðný að lokum. S!] 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.