Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 55
VIÐTAL VIÐ .JÚN/\:J U, JUÍ'NNJÍJ Samningar og samningatækni eru umræðuefni sem Jónasi er hugleikið. En hvað þarf í samningaleikinn, eins og hann kallar hann? „Það gildir að vita hvenær hægt sá að sækja, hvenær sé best að bíða og þá líka hvenær sá best að mæta.“ Undanfarið ár hefur Jónas unnið hjá fyrirtæki í eigu Morse Group, Red Creation, í London en það er „venture management" fyrirtæki. „Við, þessir tíu, erum eins og hirðingjar sem flökkum úr einu fyrirtæki í annað, höfum hvergi fast skrifborð og erum með allt í ferðatölvunni og töskunni, engir pappírar." g olía og vatn Jónas hætti í Náttúru, þegar hann var 21 árs, þá orðinn fjöl- skyldufaðir, búinn að eignast konu og dóttur. „Leiktíminn var búinn,“ segir hann með bros á vör. Honum bauðst að reka tískuverslunina Adam, svo ekki yfirgaf hann ungmennakúlt- úrinn með öllu, og þar vann hann á annað ár. „Sem verslunarstjóri byrjaði ég að ferðast,“ segir Jónas. „Um þetta leyti byrjaði ég líka að gera sjónvarpsþætti, gerði þátt þar sem ég söng Burt Bacharach-lög og það opnaði dyrn- ar inn í sjónvarpið. Eg fór að gera skemmtiþætti og þætti með Ríó-tríóinu. Eg var með spurningaþættina „Ugla sat á kvisti" í þrjú ár, en fékk nóg af því á endanum. Það var um of að vera mikið á skjánum í litlu landi. Það var sama hvar ég var. Alltaf var einhver sem vildi ræða þættina og verst var það á skemmtistöðum. Það var aldrei friður, alltaf áreiti. Þótt ég fengi nóg af því að vera á skjánum vildi ég gjarnan starfa hjá Sjónvarpinu, en Jón Þórarinsson, þáverandi dagskrárstjóri, hafði hvorki stöðu né vildi ráða mig, heldur hvatti mig til að fara út í nám. Eg skildi það ekki þá, en er þakklátur honum núna.“ Áhugamálin voru áfram á þessu sviði og Jónas, Sigurjón Sighvatsson, sem nú er kvikmyndaframleiðandi í Los Angel- es, og Jón Þór í Saga Film stofnuðu hljóðupptökuver saman, Hljóðrita. Eftir að hafa unnið við hljóðupptökur í á fimmta ár dreif Jónas sig með ijölskylduna til Los Angeles í nám í dag- skrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. „I raun hafði bæði söngur- inn og sjónvarpsvinnan snúist um dagskrárgerð. Að setja saman efni, sem fólk vildi hlusta á,“ segir hann hugsi. Það var því ákveðin lógík í þessu framhaldi. A meðan á náminu stóð hélt Jónas alltaf sambandinu við Island, tók meðal annars upp plötur, sem hjálpaði til að framfleyta ijölskyldunni. Helga Benediktsdóttir, kona Jónasar, fór einnig í nám, lærði arki- tektúr. Arið 1985 var dóttirin komin á unglingsárin og þá þurfti að gera upp við sig hvort fjölskyldan ætti að ílengjast vestra eða gefa dótturinni möguleika á að snúa aftur til Is- lands og varð það ofan á. „Það var fínt að koma heim aftur,“ segir Jónas. Fyrsti starfsmaður Stöðvar 2 Um þær mundir sem Jónas flutti heim var nýbúið að stofna Stöð 2. „Eg las um stofnunina í Tímanum á leiðinni heim,“ rifjar hann upp, en það var þó ekki hjá þessu nýja fýrirtæki þeirra Jóns Ottars Ragnarsson- ar, Hans Krisjáns Árnasonar og Olafs H. Jónssonar sem Jónas Eftir ár í „venture management" hjá Red Creation er Jónas alvarlega að hugleiða að taka enn eitt skrefið og nota kraftana í þágu íslenskra fyrirtækja sem þurfa að komast á alheimsmarkað, þar á meðal að koma Latabæ Magnúsar Schevings út í heim. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.