Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 102

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 102
 Olíiifétagið hf ^ um M Jóhann P. Jónsson er deildarstjóri í markaðs- og kynningardeild Esso, en deildin er ung enn, hejur aðeins verið til í um þrjú ár. Jóhann P. Jónsson, Bftir Vigdísi Stefánsdóttur Jóhann P. Jónsson er deildarstjóri í markaðs- og kynningardeild Esso, en deildin er ung enn, hefur aðeins verið til í um þijú ár. „Eitt af stóru verkefnum deild- arinnar er að kynna Safnkort- ið og halda utan um það,“ seg- ir Jóhann. Þar fyrir utan sjáum við um öll markaðsmál fyrir- tækisins, tökum þátt í gerð markaðsáætlunar, erum í samskiptum við auglýsinga- stofur, höldum úti fréttabréfi og sjáum um heimasíðu Esso, sem er sífellt að verða meira og stærra mál hjá okkur. Eg lít svo á að heimasíðan verði í æ ríkara mæli sá miðill sem við notum til að kynna okkur og sýna hvað við erum, enda hef- ur heimsóknum á hana ijölgað mjög og á henni eru greinar sem hvergi sjást annars staðar - um málefni olluiðnaðarins." Jóhann er enginn nýgræð- ingur hjá Esso því hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1974. „Ég ædaði að taka mér smá frí frá viðskiptafræðinni en það frí hefur lengst dálítið í ann- an endann og er nú fárið að nálgast 30 ár,“ segir hann. „Ég byrjaði í dreifingardeildinni en fluttist fljótlega yfir í tölvudeild- ina og var deildarstjóri hennar árin 1981-1992, síðan, þegar undirbúningur að markaðs- starfi með Safnkortið og greiðslukort Esso hófst, tókst ég á við það. Fram að því höfðu olíufélögin haft heldur hægt um sig og lítið var um sam- keppni og markaðssetningu, enda erfitt þar sem yfirvöld ákváðu verð á dropanum fyrir okkur og lítið annað að gera en að selja eldsneytið. Talandi um samkeppni á milli olíufélag- anna þá telja margir hana frek- ar litla, eða enga, en það er ekki rétt Reyndar er samkeppnin nú að mestu leyti fólgin í því að laða til okkar viðskiptavini og halda þeim; gera þá trygga okkur, td. með Safnkortinu og góðri þjónustu. Önnur sam- keppni, keppnin um stóru pen- ingaupphæðirnar, á sér ekki stað á smásölumarkaði, heldur á bak við, hjá útgerðinni, verk- tökum og stóru fyrirtækjunum sem nota eldsneyti í rrúklum mæli. Þessi samkeppni er ekki mjög sjáanleg en samt mikil.“ Jóhann er fæddur á Siglu- firði en bjó þar aðeins í eitt ár. „Það dugar þó til þess að ég er skráður Siglfirðingur í öllum bókum og er svolitið stoltur af því,“ segir hann. „Við fluttum í Sundin og bjuggum í Skipa- sundi þannig að mitt leiksvæði var túnin þar sem nú er Ikea og aflt það svæði. Ég gekk í Langholtsskóla og tók lands- próf frá Vogaskólanum - hafði reyndar ætlað að taka það í Hálogalandinu gamla, sem telst orðið „raritet“. Þaðan fór ég í menntaskólann við Tjörn- ina sem nú er Menntaskólinn við Sund. Fyrir utan þessa skólagöngu var ég svo tæpt ár í HÍ áður en ég tók mér hið ör- lagaríka hlé og svo hef ég stundað nám hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ og á fleiri stöð- um. Mig langaði alltaf í tölvu- skóla í Danmörku en kom mér aldrei til þess og var því að heita mátti alinn upp hjá IBM, eins og svo margir aðrir.“ Jóhann hefur aldrei séð ástæðu til að skipta um starf eða fyrirtæki. „Það segir kannski sína sögu um það hversu gott fyrirtækið er að ég FÓLK er hér enn,“ segir hann. „Ein- hver sagði við mig að ef maður væri nógu lengi hjá sama fyrir- tæki þá væri það eins og að skipta um starf þvi það hefði allt breyst í kringum mann og komið nýtt fólk í allar stöður." Áhugamál Jóhanns í gegn- um tíðina hafa fyrst og fremst verið tengd starfinu þvi hann var lengi formaður starfs- mannafélags Esso. Það er um- fangsmikið starf og þvi fylgdi umsjón sumarbústaðar Esso þar sem Jóhann segist hafa eytt mörgum vikunum í vinnu við viðhald o.fl. Svo mörgum raunar að eiginkona hans, Kristín Steingrimsdóttir, hafði á orði að réttast væri að setja skilti utan á húsið þeirra Esso merkt Starfsmannafélag Esso, þá væru hlutir framkvæmdir þar af sama eldmóði og fyrir Starfsmannfélagið. „Nýjasta áhugamálið mitt er að veiða á flugu og ég hef af- skaplega gaman af því,“ segir Jóhann. „Við fórum, ég og fé- lagi minn, og fengum tilsögn í að kasta flugu og höfum svo verið í holli sem fer og kastar í Laxárdalnum. Að vísu á ég eft- ir að læra að hnýta flugur, en það er næst á dagskrá. Svo er mikill þrýstingur frá kylfingum í kring um mig að taka upp þá ágætu íþrótt en ég sé ekki al- veg fyrir mér að það gangi upp að vera með tvö áhugamál sem bæði eru tímafrek og þarf að sinna á sumrin. Svo skil ég ekki alveg þetta með að þeyta lítilli hvítri kúlu út í loftið og elta hana - finnst það stór- merkilegt athæfi þegar ég er að fylgjast með fólki gera það. En það má vera að ég taki það upp í fyllingu tímans. Annað áhugamál Jóhannesar er starf í Oddfellow. Hann vifl þó lítið gera úr frekari áhugamálum sínum og segir tímann eiga eft- ir að leiða í ljós hvað verði. ffij 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.