Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 73
á og sér um hýsingu hugbúnaðar, eignarhald á
vélbúnaði og allan almennan rekstur staðar-
og víðneta. Markmið fyrirtækisins er að vera í
forystu í rekstri upplýsinga- og tölvukerfa á ís-
lenskum markaði og má segja að fyrirtækið
hafi komið sterkt inn á markaðinn því að í því er
búið að sameina þjónustumiðstöð upplýsinga-
vinnslu Eimskips og tölvudeíld Flugleiða og
Skyggnis ehf. sem var dótturfélag TölvuMynda.
Þessar þrjár einingar þjónuðu áður um 2.450
útstöðvum í um 50 fyrirtækjum í 17 löndum og
hefur Skyggnir hf. tekið við því verkefni. Styrkur
Skyggnis felst því m.a. i þeim mikilvægu viðskiptasamböndum sem fyrirtækið
hefur fengið í arf.
„Við erum nú þegar með samninga við tæplega 50 fyrirtækí þannig að
rekstrargrundvöllur fyrirtækisins er afar traustur strax í upphafi. Við byggjum
ofan á þá gríðarlegu reynslu og þekkingu sem var í þessum fyrirtækjum. Að auki
eigum við í samningaviðræðum við nokkur stór fyrirtæki tíl viðbótar við þessi 50
og við munum bjóða fleiri aðilum þjónustu okkar. Það er Ijóst að það er stærðar-
hagkvæmni í þessum rekstri, sem dæmi um það má nefna að við sjáum núna
um regnhlífainnkaup á öllum aðföngum varðandi tölvukerfi og í því sjáum við strax
S K Y G G N I R
Skyggnir hf., Holtasmára 1, Kópavogi.
Sími: 575 6100 — fax: 575 6110- þjónustuborð: 575 6160
Veffang: www.skyggnir.is • Netfang: postur@skyggnir.is
töluverða hagræðingu. Við sjáum einnig um inn-
kaup á fjarskiptaþjónustu og þar kemur aftur að
stærðarhagkvæmninni. Jafnframt getum við
boðið fyrirtækjum upp á mjög hagstæða fjár-
mögnun í krafti stærðar okkar,“ segir Svavar.
Hvaða þjónusta?
Skyggnir veitir fyrirtækjum heildarþjónustu í
rekstri upplýsingakerfa, þ.m.t. vélbúnað, hug-
búnað og samskiptalausnir, bæði innan fyrirtæk-
is og utan. Áhersla er á skilvirka þjónustu um
sérstakt þjónustuborð, á daglegan rekstur kerfanna, hýsingu hugbúnaðar,
kerfisveitu (ASP) ásamt umsjón og rekstri netkerfa. Skyggnir kappkostar að tryggja
öryggi í rekstri kerfanna og mun bera ábyrgð á rekstri þeirra í samræmí við þjón-
ustumarkmið sin. Til þess að tryggja öryggið sem best mun fyrirtækið sjálft eiga
sem mest af þeim búnaði sem er (rekstri. Við uppbyggingu fyrirtækisins er haft að
leiðarljósi að það verði áhugaverður samstarfsaðili alþjóðlegra fyrirtækja og stefna
forsvarsmenn að því að byggja upp alþjóðlegt samstarfsnet til að tryggja hnökra-
lausa þjónustu víða um heim.
Lögð verður áhersla á að gera formlega samninga þar sem þjónustan er skil-
greind nákvæmlega en í stuttu máli má segja að áhersla verði lögð á það að allur
vél- og hugbúnaður verði í eígu Skyggnis og að fyrirtækið þjóni viðskiptavinum gegn
föstu, mánaðarlegu gjaldi. Aðkeypt rekstrarþjónusta hefur marga kosti í för með
sér. Skyggnir mun veíta viðskiptavinum sínum þjónustu um sérstakt þjónustuborð
sem verður opíð allan sólarhringínn allt árið. Skyggnir tekur að sér að sjá um dag-
legan rekstur og hýsingu upplýsingakerfa, t.d. póstkerfa, skrifstofukerfa og við-
skiptakerfa. Með rekstri víðneta, sem tengja saman staðarnet viðskiptavina, er
hægt að tryggja hnökralausan aðgang að gögnum og kerfum. Fyrírtækið mun sjá um
rekstur á öryggiskerfi, aðgangsbúnaði og eldveggjum. Mikil áhersla verður lögð á að
afrita gögn og kerfi reglulega og verður neyðaráætlun til staðar. Skyggnir mun sjá
um uppsetningu, breytingar og tilfærslu á útstöðvum, tæknilegan rekstur síma- og
gagnasambanda og sjá um notendabúnað, símtæki o.fl. Kaup á búnaði, útboð og öfl-
un búnaðar, samningar við birgja, eftirlit með afhendingu og reikningum verður á
höndum Skyggnis og mun fyrirtækið jafnframt sjá um uppsetningu á aðgangi not-
enda að einstökum kerfum auk reglubundinnar endurnýjunar.
Kópauogi í vor.
Frá vinstri: Ómar Jósepsson, Svavar G. Svavarsson, Kristján Leifsson, Sigmund Leui Uarðarson, Heiðar Karlsson, Sigurður Björnsson, Andrés
Hallgrímsson, Kristmann Ómarsson, Uilhjálmur Bjarnason, Ingólfur Bragason, Þorkell Guðjónsson, Tryggvi Tryggvason, Þorgeir Pálsson og Þór
Ingólfsson.
73
EE—13