Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 98
Hvítvín getur gert einfalda fiskmáltíð að minnisstæðri máltíð. Fiskur Nú á tímum kúariðu og alls konar sjúkdóma í fiðurfé og öðrum skepnum, sem aldar eru til manneldis, sjáum við Islendingar hversu mikils virði það er að hafa að- gang að hreinum og ómenguðum mat- vælum. Þessir títtnefndu sjúkdómar koma fyrst og fremst upp í dýrum sem alin eru upp á verksmiðjubúum og gef- ið tilbúið fóður af ýmsum toga, með hormónum, lyljum og jafnvel kjöt- og beinamjöli úr öðrum dýr- um. Einhver sá hollasti og besti matur sem völ er á er fiskur. Hér á íslandi er nægt framboð af ferskum og góðum fiski, sumum finnst jú soðningin orðin dýr en fiskur er þó mun ódýrari hér en í nágrannalöndunum, og í flestum tilvikum nýrri og ferskari. Nú stendur vetrarvertíð yfir og því úr- val af fiski í verslunum. Eg mæli eindregið með því að fólk kaupi fiskinn í fiskbúðum, fiskurinn er yfirleitt bestur þar og svo mega þessar menning- arstofnanir alls ekki hverfa. Gott hvítvin getur gert einfalda fiskmáltíð að hreinum veislumat. Hér skulu nefndar nokkrar hvítvínstegundir á sanngjörnu verði sem eru heppilegar með fiski. Alsace Alsace vínin eru einstaklega ljúffeng og skemmtileg. Þeirra frægust eru Riesling vínin sem eru mjög góð með fiski. Riesling vínin frá Alsace eru einnig góð sem fordrykkur og passa vel með nánast öllum fiskréttum. Alsace hérað er í norðaustur Frakklandi, við þýsku landa- mærin, og liggur héraðið á milli Vogesafjalla og Rínarfljóts. Vínræktarsvæðið er langt og mjótt eða 150 km. Flestar vínekrurnar liggja við ræt- ur Vögesafjalla í 250 til 350 metrum yfir sjávar- 98 máli. Utan í hliðum ijalla og fella á miðj- um vínökrunum kúra svo þorpin sem eru einstaklega falleg og myndræn, húsin eru sum hver 300 til 350 ára göm- ul. Þetta er einstaklega fallegt og skemmtilegt svæði sem gaman er að ferðast um. Alsace hérað er einnig merkilegt iyrir það að þar gætir mjög sterkra þýskra áhrifa en héraðið til- heyrði Þýskalandi á árunum 1871 til 1918, þessara áhrifa gætir einnig í vingerðinni. Riesling vínin eru mjög fersk og frískandi, af þeim er ljúf blómaangan og ferskt ávaxtabragð, örlítið hunangsbragð og flókið kryddbragð. Góð Riesling vín hafa frábært jafiivægi á milli sýru og ávaxtabragðs. Þau passa mjög vel með soðnum eða gufusoðnum fiskréttum eins og lúðu og steiktri rauðsprettu og jaíhvel soðnum laxi, ef hollandaise- sósa er með þessum fiskréttum. Vissulega eru Riesling vínin þurr, þess vegna vinna þau vel á móti smjörinu í sósunni. Riesling frá Dopff og Iron, á krónur 1.190, er ljómandi og enginn verður svikinn af Riesling víninu frá Hugel, á krónur 1.280. Þó svo að Riesling vínin, sem kölluð eru drottning vínanna í Alsace, séu yndis- leg má ekki gleyma hinu magnaða og kryddaða úrvalsvíni Gewurztraminer. Þetta ágæta vin er gjarnan drukkið með sætum eftirréttum og sterkum ostum en það er alveg dásamlegt með graflaxi. Frábært Gewurztraminer er Rene Mure Gewurztraminer Dote de Rouffach 1998, á krónur 1.320. Gott hvítvín geturgert einfalda fisk- máltíi) ab hreinum veislumat. Hér skulu nefndar nokkrar hvítvínsteg- undir á sanngjörnu verði sem eru heppilegar meö fiski. Eftir Sigmar B. Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.