Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 51
Nærmvnd af Þórði Sverrissvni
Áhugamál Þórður æfði og keppti í handknattleik frá æsku
og náði svo langt að keppa með meistaraflokki FH í eitt eða
tvö leiktímabil en valdi þá námið fram yfir íþróttina. Hann er
þó í hjarta sínu mikill FH-ingur og hefur gegnt trúnaðarstörf-
um fyrir félagið, m.a. setið í aðalstjórn FH. Hann leikur fót-
bolta einu sinni í viku með gömlum félögum úr háskólanum.
Þórður og félagar, sem eiga það sameiginlegt að vera úr sveit-
arfélögunum sunnan Reykjavíkur, keppa undir nafni Atthaga-
félagsins og eru þeir í eilífri baráttu við Sunday United, menn
af malbikinu á höfuðborgarsvæðinu. Þórður hefur verið í
Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbær frá 1993. Hann er í matar-
klúbbi og vínklúbbi með góðum vinum og bregður sér einu
sinni til tvisvar á ári í laxveiði.
Vinahópur Þórður hefur um sig þéttriðið félagslegt net og
eru margir af hans nánustu vinum í fremstu stjórnunarstöð-
um í íslensku atvinnulífi, menn sem hann kynntist í MH og
viðskiptafræðinni í háskólanum. Nefna má menn eins og
Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóra Europay Islands,
Hannes Guðmundsson, fv. framkvæmdastjóra Securitas, og
Helga Jóhannsson, fv. framkvæmdastjóra Samvinnuferða-
Landsýnar. Þessir gömlu félagar hittast vikulega til að spila
saman brids ásamt Haraldi Sigurðssyni augnlækni, sem
tryggir jafnframt að þeir sjái á spilin. Gott samþand hefur líka
myndast milli eiginkvenna þeirra og hittast þær nokkuð
reglulega.
Annar gamall vinur og góður félagi er Guðmundur Magn-
ússon, flugstjóri hjá Flugleiðum. Eiginkonur þeirra Þórðar
eru æskuvinkonur og eru öll ijögur samstúdentar og bekkjar-
systkini úr MH.
Þórður hefur leikið knattspyrnu með sömu mönnunum á
hverjum sunnudagsmorgni í 15-20 ár. I þeim hópi eru margir
áberandi menn úr atvinnulífinu, t.d. Valdimar Harðarson arki-
tekt, Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill hjá Mekkanó,
Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri á Morgunblaðinu, Ey-
steinn Helgason, tjárfestingaráðgjafi hjá EFA, Gylfi Arnason,
framkvæmdastjóri Opinna kerfa og verðandi keppinautur
Þórðar, Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, Páll Gunnlaugsson arkitekt, Stefán Ólafsson, pró-
fessor í félagsfræði við Háskóla íslands og Ólafur Jónsson, fv.
landsliðsmaður í handbolta og upplýsingafulltrúi hjá Reykja-
víkurborg, svo að nokkrir séu nefndir. I þessum hópi er
mönnum ljóst að Þórður getur látið sér í léttu rúmi liggja
hvort hann tapar eða sigrar, alveg þangað til hann tapar. Sem
betur fer kemur það ekki oft fyrir.
Helstu samstarfsmenn úr Eimskip eru Hörður Sigurgests-
son, fyrrverandi forstjóri Eimskips, núverandi forstjóri, Ingi-
mundur Sigurpálsson, og framkvæmdastjórar Eimskips, þeir
Þorkell Sigurlaugsson, Erlendur Hjaltason, Höskuldur Ólafs-
son, Sigríður Hrólfsdóttir og Guðmundur Þorbjörnsson.
Hann hefur einnig unnið mjög lengi og náið með mörgum
forstöðumönnum innan Eimskips. B3
hj&QýGufhhiUi
Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • Sími 581 2141