Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 59
VIÐTAL VIÐ JONAS R. JÓNSSON
skiptahugmyndum og -tækifærum, sem engir peningar fást í.
Yið vinnum hins vegar mest fyrir fyrirtæki sem eru þegar
með rekstur en stefna á að fara líka á Netið. Verkurinn er að
menn héldu að Netið væri uppspretta alls auðs og voru því
alltof örir. En Netið er bara rétt í bláfæðingu, varla að með-
göngutíminn sé búinn.“
I heimi áhættuflárfestinga er gjarnan talað um hve upplýs-
ingar og upplýsingagreining skipti miklu máli, en á sama
tíma kemur mikið af slíku efni frá bönkum og ijármálafyrir-
tækjum sem eru sjálf að selja hlutabréf. Jónas tekur undir að
það sé erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar. „Það er allt falt
fyrir fé og samkrull blaðamanna og þeirra sem stunda grein-
ingar er til dæmis oft bara spurning um peninga. A hinn bóg-
inn er markaðurinn svo stór og menn yfirleitt svo sérhæfðir
að þeir lifa í eigin heimi og skortir yfirsýn. I áhættuijármögn-
un er ekki hægt að treysta á tilfinninguna, heldur aðeins á
skýrslur, sem skipta þá afskaplega miklu máli. Þessa undir-
búningsvinnu vantar oft þegar Islendingar koma til útlanda.
Heima hafa menn yfirsýn, eru vanir að treysta á tilfinninguna,
en hafa ekki sérhæfinguna og skilja þess vegna oft ekki af
hveiju það þarf svona mikla upplýsingaöflun, svo þegar þeir
koma út hafa þeir ekki svörin."
Sem dæmi um upplýsingavinnuna nefnir Jónas að fyrir tíu
manna hópinn, sem hann hefur unnið í, hafi einn lögfræðing-
ur sinnt upplýsingaöflun, en nýlega var bætt við tveimur
starfsmönnum. „Eg er ekki viss um að það sé skilningur
heima á þessari vinnu.“ Nú hugleiðir Jónas enn eitt skrefið.
„Það hefur oft verið leitað til mín með spennandi verkefni að
heiman, sem ég hef sjaldnast haft tíma til að sinna. Eitt af því
sem ég er með í takinu er að aðstoða Magnús Scheving við
að koma Latabæ á alþjóðlegan markað. Við höfum verið að
leita að réttum samstarfsaðilum til að gera sjónvarpsþætti,
leiki, bækur, myndbönd, leikföng og svo framvegis. Nú eru
samningar í burðarliðnum á Spáni og í Þýskalandi. Þjóð-
verjarnir vilja fá tækifæri til að dreifa þessu um allan heim.
Þar er stefnt á erfiðan markað, en jafnframt markað með
mikla möguleika. Tekjumöguleikarnir af slíku verkefni eru
meiri en nokkurn getur órað fyrir. íslensk verkefni eiga allan
hug Jónasar. „Eg hef verið að vinna fyrir Pétur og Pál í útlönd-
um. Nú langar mig að líta mér nær og vonandi að gera gagn
fyrir landa mína,“ segir Jónas og áhuginn leynir sér ekki.
En skiptir þá máli hvort er unnið fyrir Islendinga eða út-
lendinga? ,Já,“ segir Jónas hiklaust. „íslendingar sem hafa
búið erlendis vita að maður verður meiri Islendingur af því að
búa í útlöndum. Islendingar standa hjartanu einfaldlega
miklu nær en útlendingar. Þess vegna veitir það meiri ánægju
að vinna fyrir Islendinga en útlendinga. Þótt maður starfi er-
lendis þá er ótrúlegt hvað hugurinn leitar heim, án þess að
því fylgi endilega söknuður eða heimþrá."
Hugvitið er helsta auðlind íslendinga Samningatækni er
dæmi um sérhæfingu, sem Jónas segir að sé vart til staðar á
íslandi. „Heima hafa menn almennt ekki tækifæri til að æfa
sig í samningatækni á alþjóðavettvangi. Menn skreppa á sýn-
ingar, hafa samband hér og þar, en athyglin er of dreifð. Þess
vegna vantar oftast þá æfingu sem fæst með því að stunda
samningaleikinn. Hann lærist af reynslunni eins og annað.
Erlendis snýst vinna oft um sérhæfingu og þá er greitt fyrir
hana. Það eru aðeins örfá fyrirtæki heima sem hafa erlendan
markað í alvöru. Með fullri virðingu fyrir íslensku viðskipta-
lífi þá erum við eyja og sökum ijarlægðar eru menn þar oft
ekki vanir stöðugum samskiptum í jafn ríkum mæli og lönd-
in á meginlandinu, þótt það séu til góðar undantekningar.
Tækifærin erlendis eru svo miklu meiri ef það er til staðar
þolinmæði og mikið Ijármagn til að fylgja þeim eftir.“
Vistvæni markaðurinn í Bretlandi Jónas bendir á að vistvæni
markaðurinn í Bretlandi sé gott dæmi um tækifæri sem gætu
verið innan seilingar. „Sá markaður óx um 40 prósent árið
1999 og aftur um 40 prósent árið 2000 og 75 prósent af öllum
barnamat í Bretland er vistvænn, þótt Bretar séu annars ekki
mjög matarlega sinnaðir. Gin- og klaufaveikin hefur ekki
dregið úr þessum möguleikum. A þessum markaði ætti að
vera möguleiki á að fá betur borgað fyrir til dæmis lambakjöt,
því hráefnið vantar. Það eru engin ný sannindi að við erum
alltaf að flytja út hráefni." Ferðaþjónustan er að mati Jónasar
annar vettvangur tækifæra.
Jónas er ekki í vafa um að viðskiptaheimurinn á Islandi sé
mjög að breytast með ungum mönnum. „Hugvitið heima er
svo miklu meira en gengur og gerist og það er mesta auðlind
íslendinga,“ segir Jónas af sannfæringu. „Eg hef farið um all-
an heim og sé þetta mjög skýrt. Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að segja þetta - eru Islendingar ekki alltaf
að stæra sig af fallegustu konunum, besta vatninu og sterk-
ustu karlmönnunum? - en þetta er samt satt.“ SH
Einhver hafði sett plötu á fóninn og Jónas tók undir.
„Þú getur sungið, viltu vera með í hljómsveit?"
spurði einhver og svo hittust nokkrir strákar daginn
eftir heima í stofu.
Helga Benediktsdóttir, eiginkona Jónasar, er
arkitekt. Þótt hún búi í London vinnur hún að verk-
efnum á íslandi. Hún vann, ásamt tveimur félögum
sínum, menningarverðlaun DV nýlega fyrir
safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
Orudis hlaup
59