Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 74
ARI SKÚLASON í YFIRHEYRSLU
Ari kveður
Ari Skúlason hefur kvatt ASI eftir um 17 ára starfog
rádist til starfa sem framkvæmdastjóri hjá Aflvaka,
fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar. Hann segir vanda
/
ASI meóal annars þann að allt ofmörgum sé ná-
kvæmlega sama um ASÍ og hvað þar sé að gerast.
Hann er hér í yfirheyrslu Frjálsrar verslunar.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
Ymsar raddir hafa gagnrýnt að þú í starli framkvæmda-
stjóra ASÍ hafir boðið þig fram til forseta ASÍ á móti
Grétari Þorsteinssyni! Hverju svarar þú þessari gagnrýni?
„Eg hafði ákveðið það fyrir nokkru að hætta starfi mínu sem
framkvæmdastjóri ASI þar sem ég var ósáttur, og hef verið
lengi, við starfshætti og ýmsar aðferðir og fannst að við ættum
að tala miklu snarpari og skýrari röddu og ég hef einnig verið
talsmaður þess að hætta þessu landssambandaskipulagi. Það
gekk greinilega hægt fyrir sig að breyta því. Eg tilkynnti því for-
setum sambandsins það fyrir um það bil ári að ég myndi hætta
störfum efdr þing nema því aðeins að mjög miklar og jákvæðar
breytingar ættu sér stað. Þegar leið á sumarið fóru menn úr for-
ystunni síðan að hafa samband við mig og spyrja hvort ég hefði
ekki áhuga á því að bjóða mig fram til forseta og þetta jókst eft-
ir því sem þingið nálgaðist. Það endaði svo á því að ég ákvað að
gefa kost á mér. Hins vegar gerðist það að margir þeirra sem
höfðu hvatt mig til þessa studdu mig ekki og stórir aðilar, sem
höfðu fullvissað mig um að þeir myndu ekki skipta sér af barátt-
unni milli mín og Grétars, stóðu ekki við sitt. Þeir höfðu sumir
veruleg afskipti þannig að það fór svo að ég tapaði kosningunni.
Eg virði hins vegar skoðanir manna og niðurstöðu þingsins og
þar sem ég hafði ákveðið að fara í burtu hvort sem var leitaði ég
mér að öðru starfi, sagði upp og fór.“
Af hverju fórstu ekki strax eftir kosningarnar?
„Einfaldlega vegna þess að kjörinn forseti, Grétar, bað mig,
strax eftir kosningarnar á þinginu, um að vera áfram eða doka
aðeins við og þegar við töluðum saman að þinginu loknu ítrek-
aði hann þessa beiðni og bað mig að vera með sér og vinna
með sér aðeins lengur. Hann sagðist myndu taka mið af þeirri
gagnrýni sem ég hafði komið með og hann taldi að við mynd-
um ná því að vinna vel saman. Eg gekkst inn á þetta en svo
veiktist Grétar og hefur verið mikið í burtu en á sama tíma hafa
aðrir komið að og ekkert orðið úr þeim áætlunum sem við
Grétar höfðum rætt. A þessum tíma varð ég einnig fljótlega var
við að það hafði myndast þrýstingur frá öðrum í hreyfingunni
um að ég ætti að hverfa og þegar ég komst að því um miðjan
janúar að sá bolti var farinn að rúlla þá sá ég að útilokað væri
að vinna áfram við slíkar aðstæður."
Hvar liggja að þínu mati helstu veikleikar og styrkleikar ASI?
.Alþýðusambandið er fyrst og fremst samband sex landssam-
banda. Innan landssambandanna eru mörg verkalýðsfélög og
valdið liggur fyrst og fremst hjá þeim. Félögunum hefur að
vísu fækkað mjög mikið upp á síðkastið og þau sameinast og
orðið hafa til nokkur stór og öflug félög, t.d. Efling, hér á höf-
uðborgarsvæðinu. Uti á landi eru líka að verða til sífellt stærri
félög sem þýðir um leið að hægt er að gera meira, veita félags-
mönnum betri þjónustu og verða sýnilegri. Sú þróun er á ágæt-
um stað og það gengur vel að styrkja þær einingar.
Hins vegar eru landssamböndin mörg hver mjög veik og í
raun og veru má segja að stærstu samböndin, Verkamanna-
sambandið, sem nú er reyndar orðið breytt, og Landssamband
verslunarmanna virki alls ekki sem sambönd. Þetta er t.d. sér-
staklega augljóst í tilviki Landssambands verslunarmanna þar
sem eitt félag, VR er um 3/4 af landssambandinu og ræður því
sambandinu í raun og veru. VR sér alfarið um öll sín mál sjálft
og því má segja að Landssambandið sé eiginlega skúffa hjá VR.
Það eru ekki nema tvö til þijú sambönd sem virka eins og
landssambönd ættu að gera og má þar sérstaklega nefna Raiiðn-
aðarsambandið, sem er að mínum dómi fyrirmyndar landssam-
band í starfi. Það hefur vald og umboð til að gera nær alla hluti í
nafni félaganna, t.d. að gera samninga, og gerir það vel. Það sama
gildir um Matvís og Sjómannasambandið. Önnur sambönd eru í
raun og veru ekki nein landssambönd og þetta þýðir í raun og
veru að ASI, sem samband landssambanda, getur aldrei orðið
mjög sterkt þar sem umþoð frá landssamböndum sem eru svo
veik koma ekki að miklu gagni, valdið er eftir sem áður hjá félög-
unum. Það hafa margir - þar á meðal ég - verið á þeirri skoðun að
það eigi að taka landssamböndin út úr skipulaginu og gera Al-
þýðusambandið að sambandi aðildarfélaganna. Það yrði fljótlega
samband miklu færri félaga en nú því félögin eru í óða önn að
sameinast og sú þróun yrði hraðari. Þessar hugmyndir minar
hafa ekki verið samþykktar heldur talið rétt að halda áfram þvi
„En við vitum að meira en helmingur þjóðarinnar hefur hreint enga skoðun á ASÍ, hvorki já-
kvæða né neikvæða. Það er ekki gott fyrir stærstu samtök launafólks á íslandi að fólk hafi
enga skoðun á þeim.“
74