Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 21
Björgólfur Thor Björgóljsson, Jjárfestir og stjórnarformabur Heineken Russia og Pharmaco hf. „Það er auðveldara að koma inn i fjármálamarkaðinn hérna en erlendis því að vaxtarkúrfan er öðruvísi hér. Erlendis gengur illa í þessum geira. ísland er að koma út úr lœgðinni á undan óðrum þjóðum þannig að þessi tímasetning hentar ágætlega. “ Smám saman heltust fyrirtæki úr lestinni og á endanum voru það þrjú sem slógust um hituna: Heineken, belgíska fyrirtækið Interbrew, sem er annað stærsta bjórfyrirtæki í heimi, og South-African Breweries, sem núna á t.d. Miller, Scottish Newcastle og Molson í Kanada. Samningaviðræður hófust í ágúst 2001 og var unnið að þessu sleitulaust þar til samningur við Heineken var undirritaður 20. febrúar 2002. Kaupverðið, 400 milljónir dollara, hækkaði við samningaborðið og var síðan að yfirgnæfandi meirihluta greitt út í reiðufé. Kaupsamn- ingurinn er flókinn og er á við íslensku símaskrána að þykkt. TÍU ára Útlegð Þessi reynsla, að byggja upp og selja síðan Bravo International, er þeim minnisstæð því að það var hvorki einfalt í framkvæmd né undirbúningslaust. Uppbygging fyrir- tækisins var þrotlaus vinna. „Við þurftum að búa í erfiðu landi í tíu ár og erum búnir að færa talsverðar fórnir, t.d. í einkalífi, tíl að koma þessu á. Það er hægara sagt en gert og ofboðslega mikil vinna sem liggur að baki,“ segir Björgólfur Thor og faðir hans bætir við að þetta hafi verið „tíu ára útlegð.“ Þeir taka skýrt fram að þeir höfðu stefnt að því að selja Bravo International frá upphafi og löguðu þeir reksturinn að alþjóð- legum staðli. Fyrirtækin voru þá endurskoðuð af Ernst&Young og síðar PwC og það var einmitt þáttur í undir- búningi fyrir söluna. Að sölu sem þessari kemur heil hersing af sérfræðingum frá ýmsum löndum, t.d. starfsmenn lögfræðifyrirtækja, tækni- fólk, markaðsfólk og starfsmenn frá endurskoðunarfyrir- tækjum, sem vinna áreiðanleikakönnun, og má segja að rekst- urinn hafi þurft að fara í gegnum nálarauga. Magnús rifjar upp að Heineken hafi eitt sinn komið með 30 manns „og við höfðum heila hæð í verksmiðjunni undirlagða fyrir þetta fólk sem kom til þess að grandskoða okkur. Heilt herbergi var upp- fullt af pappírum sem sögðu sögu fyrirtækisins frá fyrsta degi,“ segir Magnús. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.