Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 26

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 26
MENNÁRSINS Kaupverðið, 400 milljónir dollara, hækkaði við samningaborðið og var síðan að yfirgnæfandi meirihluta greitt út í reiðufé. Kaupsamningurinn er flókinn og er á við íslensku símaskrána að þykkt. reglugerðabákn. Lyflamarkaðurinn er almennt séð ekki jafn fljótur að taka við sér og aðrir markaðir en sömu grundvallar- lögmál gilda á þessum markaði og í neysluvörum þannig að þremenningarnir búast við að svipaður vöxtur eigi sér stað í samheitalyfjum og í neysluvörum í Austur-Evrópu næstu tíu til fimmtán árin. „Það er áhugavert að sjá að aukning þjóðartekna og tekna fólks og aukin notkun lyfja helst í hendur. Fólk hefur efni á að kaupa sér lyf sem það hafði ekki efni á að kaupa áður,“ segir Magnús. Eins og áður hefur komið fram í Frjálsri verslun ætlar Pharmaco að vaxa um 15-20 prósent á ári næstu árin, bæði með innri vexti og kaupum og yfirtökum á erlendum fyrirtækjum. Stefnan hefur verið sett á markað í erlendri kauphöll fyrir flórða ársíjórðung 2004. Markaðsvirði Pharmaco er um 44 milljarðar og er velta sameinaðs fyrirtækis um 25 milljarðar króna. Útrásin hentar vel Sala ríkisbank- anna hafði verið mikið til umræðu og var eiginlega dottin niður þegar Samsonhópurinn bauðst til að kaupa hlut í öðrum hvorum eða báðum bönkunum í haust. Viðræður drógust á langinn en leiddu þó að lokum til samkomulags um kaup hópsins, þ.e. Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, á kjöl- festuhlut í Landsbanka íslands með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Markaðsverðmæti bankans er 25 milljarðar og samkomulag tókst um kaup á 45,8%. Þremenn- ingarnir höfðu verið að skoða fjárfestingatækifæri af þessari stærðargráðu og fannst liggja „ákveðin tækifæri í bankanum. Við ætlum ekki að setja allt okkar í þennan banka. Við erum ekki hættir starfsemi erlendis og komnir heim til að gerast banka- menn. Við komum að kaupunum á Landsbankanum eins og öllum öðrum verkefnum. Við erum kaupsýslumenn og sjáum fram á vöxt og tækifæri í fjármálageiranum. Það er auðveldara að koma inn í Jjármálamarkaðinn hérna en erlendis þvi að vaxtarkúrfan er öðruvísi hér. Erlendis gengur illa í þessum geira. Island er að koma út úr lægðinni á undan öðrum þjóðum þannig að þessi tímasetning hentar ágætlega," segir Björgólfur Thor. Landsbankinn hefur verið að hasla sér völl erlendis í gegnum Heritable bankann í London. „Utrásin hefur farið ágætlega af stað og sú stefna hentar okkur vel,“ segir Magnús. Þeir eru ekki tilbúnir til að ræða mikið fyrirætlanir sínar með bankann enda kaupin ekki fullfrá- gengin þegar þetta viðtal er skrifað. Þeir taka fram að ekki sé ætlunin að loka neinum útibúum úti á landi en finnst að öðru leyti ekki rétt að gefa neitt upp um áform sín fyrr en búið sé að ganga að fullu og öllu frá kaup- unum og fá hann afhentan. „Við viljum hámarka arðsemi eigin ijár fyrir alla hluthafa. Það er markmiðið og við viljum efla bankann frá því sem hann er í dag. Hann er mjög öflugur en við Hluthafalisti Pharmaco 20 stærstu hluthafarnir Amber International Ltd............... 27 B% Bunadarbanki International S.A......... 64% Fjárfestingarfélag Brúskur ehf........... 4’3o/a Úlöf Vigdís Baldvinsdóttir .............. 3’2o/0 Pharmaco hf................................ 3’2% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 ............. 2go/0 Kaupthing Luxembourg S.A.................... 27% Búnaðarbanki íslands hf.................... 2'b% Fjárfestingarfél Straumur hf............ i’go/o Lífeyrissjóður sjómanna............... \ go/0 Jón Halldórsson................... -|’80/o Lífeyrissjóðurinn Framsýn .............. i’go/0 Fjárfestingasjóður Búnaðarb. hf......... \fi% Lífeyrissjóður Norðurlands.............. \qa/a Lífeyrissjóður verslunarmanna ......... i 3o/0 Sindri Sindrason ........ ^ 2% Ingibjörg Ásta Hafstein ............. \ ’2o/0 Jón Zimsen ...................... \’\% Kristján S. Guðmundsson ................ o go/0 Úlafur Steinn Guðmundsson ............. g go/0 Hluthafalistinn er miaaaur við 17. desember 2002. Kreditkort sérsniðið að þörfum fyrirtækja og stofnana (^pwic/ta&in^QaKL □ 4804 VISA PURCHASING GiLDIR ÚT EXPIRESENDOF*- . ; : .'. . ■ "5555" | Minnkar alla umsýslu reikninga Færsluskil beint íbókhald Hafið samband við markaðsdeild Visa og fáið kynningu á kortinu VISA ísland - Greiðslumiðlun hf. Álfabakka 16 109 Reykjavík Sími 525 2000 Fax 525 2020 www.visa.is innkaupakort@visa.is VISA UM ALLA FRAMTIÐ 26

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.