Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 81

Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 81
 Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður Flugleiða Umskiptin í rekstri Flugleiða að, sem skipti mestu máli fyrir Flugleiðir á árinu 2002, var alger umsnúningur í rekstri félagsins. Segja má að um helmingur af umskiptunum byggist á jákvæðum ytri þáttum en hinn hlutinn á jákvæðum aðgerðum í rekstrinum. Ekki er vafi á að úrslitaáhrif hefur haft að starfsfólk fyrirtækisins er samhentur, lang- þjálfaður, velmenntaður og harðsnúinn hópur sem hefur lotið mjög traustri forystu. Fáar starfsgreinar eru alþjóðlegri en flug og ferðaþjónusta. Meira en 75% af farþegatekjum Flugleiða verða til erlendis. Þegar horft er til Vesturlanda eru horfur á efnahagsþróun árið 2003 ekki nema þokka- legar. Samt sem áður eru Flugleiðamenn glaðbeittir þegar lagt er upp í byijun ársins 2003. Gert er ráð fyrir hækkandi sól í innlendri hag- þróun og ákveðið er stefnt að 7% aukningu erlendra ferðamanna til Islands. Bestu minningarnar á árinu tengjast tveimur litlum stúlkum, barnabörnum, Maríu Vigdísi, sem fæddist á árinu í Madrid, og Áslaugu Kristínu á 4. ári. Tíminn með þeim hefur verið dýrmætur. H3 Jón Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri Baugs ID Úrlausn Arcadia-málsins Að öðrum málum ólöstuðum, tel ég að skipulagsbreytingarnar um mitt ár hjá Baugi og úrlausn Arcadia-málsins hafi staðið upp úr sem og endurfjármögnun Baugs í kjölfarið. Með þessum skipulags- breytingum var grunnurinn lagður að því skipulagi sem félagið mun starfa eftir til framtíðar. Ljóst er að árið verður erfitt um margt. Afar mikilli samkeppni á markaði Baugs - íslands hefur fylgt lægri framlegð og gerir hún miklar kröfur til stjórnenda þess félags. Jafnframt er mikil samkeppni vestan- hafs hjá Bonus Stores við aðrar dollaraverslanir. Verslunarfélög á Englandi voru ódýr á þessu ári þótt blikur séu á lofti með það á komandi ári. Mikil áhersla verður lögð á að vinna úr verkefnum sem hófust á þessu ári. Mér eru langminnistæðastar þær öru framfarir sem börnin mín tóku á árinu.B!]

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.