Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 9
Nokkrir starfsmenn fyrirtækisins í Kópavogi.
Markhópurinn er stór en þó er nokkur sérhæfing. Þjónusta
Þekkingar getur hentað hvaða fyrirtæki sem er og á lista yfir
viðskiptavini sést að þeir eru margir í verslunarrekstri af ein-
hverju tagi. „Það hefur verið okkar meginstoð að þjónusta fyrir-
tæki í verslunarrekstri og við höfum lagt áherslu á það,“ segir
Stefán. Ákveðna sérþekkingu þarf á því umhverfi og það skiptir
miklu máli að þjónustuaðilinn sé þaulkunnugur þeirri starfsemi
sem viðskiptavinimir stunda.
Fjölmargir kostir
Kostirnir eru fjölmargir af þessu fyrirkomulagi, t.d. minni bind-
ing á fjármagni, sveigjanleiki og hreint og beint hagræði af því
að þurfa ekki að viðhalda sérfræðiþekkingu margra starfsmanna
á mörgum og mjög ólíkum kerfum. „Þessi þjónusta hentar fyrir-
tækjum af öllum stærðum og gerðum og það er ekki að ástæðu-
lausu sem stór fyrirtæki á borð við Baug og Samkaup sjá sér
hag í því að kaupa þessa þjónustu," segja þeir.
Dryggi og þjónustustig eru þættir sem erfitt er að mæta í
lítilli tölvudeild innan fyrirtækis en þessir þættir skipta grfðar-
legu máli í þjónustu Þekkingar. Þekking rekur tvo vélasali með
fyrsta flokks búnaði þar sem hýsingarþjónusta er veitt. Öryggis-
gæslan er öflug og aðeins örfáir starfsmenn hafa aðgang að
vélasölunum. Þá er tæknin fyrsta flokks með öllum þeim búnaði
sem þarf. Þekking leggur metnað sinn í að veita fullnægjandi
sérfræðiþjónustu.
Þekking veitir þjónustu um allt land en fyrirtækið er í góðum
tengslum við stærstu þéttbýliskjarnana með aðalstöðvum
sínum á Akureyri og starfsstöð í Kópavogi. Starfsmenn eru 35
talsins og skiptast nokkuð jafnt á þessa tvo staði. 311
Stefán Jóhannesson, framkuæmdastjéri Þekkingar.
Kerfisveita hjá Lyf & heilsu
Lyf S. heilsa hf. rekur tvær keðjur af
apótekum undir nafninu Lyf & heilsa
og Apótekarinn; alls 27 apótek víðs-
vegar um landið. Lyf & heilsa hefur
verið viðskiptavinur Þekkingar frá upphafi.
stjóri fyrirtækisins. Hún segir að upplýsingatæknin sé í aðalhlutverki í lyfja-
geiranum.
„Upplýsingakerfi Lyf & heilsu er rekið af Þekkingu. Um er að ræða svo-
kallaðan kerfisveitusamning sem þýðir að Lyf & heilsa leigir aðgang að mið-
lægum hug- og vélbúnaði. Allir notendur keyra á sama miðlæga viðskipta-
kerfinu sem auðveldar alla upplýsingasöfnun og upplýsingamiðlum."
Mikilvægt er að „uppitími" kerfisins sé sem allra mestur sem og við-
bragðsflýtir sérfræðinga ef eitthvað bregður út af. „Þjónustuborð Þekkingar
hefur reynst okkur mjög vel, því þar höfum við aðgang að reyndum sérfræð-
ingum á flestum sviðum tölvumála allan sólarhringinn."
„Öryggismál eru ekki síður mikilvægur þáttur. Þar á ég annars vegar við
öryggi í rekstri, þ.e. að afritun og aðgengi gagna sé tryggt, svo og að þau
séu heil, og hins vegar að það ríki fullkomið öryggi hvað varðar verndun
persónuupplýsinga fyrir óleyfilegri birtingu og aðgangi," segir Hrund.
Lyf&heilsa
J A P Ó T E K
Hmnrl Ri idnlfRtihttir ar rekstrar-
Uppitíminn 100% hjá lceland Express
Lággjaldaflugfélagið lceland
6>J lceland Express Express flýgur daglega til
London og Kaupmanna-
hafnar. Netið er lykillinn að vexti og viðgangi lceland Express enda eru
neytendur farnir að venjast því vel að kaupa þar flugmiða. Um 75 prósent
farmiða lceland Express eru seld á Netinu sem gerir það að verkum að
mun færri starfsmenn þarf en hjá hefðbundnum flugfélögum. Starfsmenn
eru í netsamskiptum við tugþúsundir viðskiptavina í hverri viku og því er
mikið álag á kerfinu.
„Þjónusta Þekkingar er okkar bakland, starfsmennirnir eru okkar tölvu-
deild. í upphafi fengum við ráðgjöf og leiðbeiningar um hentugt upplýsinga-
kerfi og tókum allt sem máli skiptir í einum pakka - hýsingu, hugbúnað og
uppsetningu á tölvum. Innifalið var bókhaldskerfi frá Landsteinum, Lotus
Notes tölvupóstur, hópvinnukerfi og vefhýsing. Þetta var einn pakki og eitt
mánaðargjald og allt tilbúið á nokkrum dögum," segir Gunnar Karl Níelsson,
svæðisstjóri internetsölu hjá lceland Express.
Torvelt hefði verið að byggja fyrirtækið svo hratt upp og anna allri eftir-
spurn ef ekki hefði komið til samstarfið við Þekkingu. Þetta fyrirkomulag
telur Gunnar að sé hagstæðara fyrir fyrirtækið en ella. Fjárfestingarkostn-
aður sé minni auk þess sem greiður aðgangur sé að sérfræðingum. Uppi-
tíminn segir hann að hafi verið 100% frá því vefurinn fór í loftið í byrjun
ársins og öryggið til fyrirmyndar. BH
9
KYNNING