Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 42
Bláa lónið og uppbyggingin þar með fram- kvæmdum og útrás á erlenda markaði, trún- aðarbresturinn í stjórn Lyfjaverslunar íslands 2001 og formennskan í Val. Umræðuefnin eru ekki af skornum skammti þegar Grímur Sæmundsen er annars vegar. Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur - Hver er lykillinn að því að útiendingar flykkjast í Bláa lónið? „Orðsporið um það hvað Bláa lónið er einstakt, upplifunin sterk. I könnun opinberra aðila var Bláa lónið stærsta upp- lifun Islandsferðar í 80% tilvika." - Hvernig er ykkar markaðssetningu háttað? „Bláa lónið hefur sterka sögu sem lækningalón og sterka heilsuímynd og við höfum lagt ríka áherslu á að viðhalda henni og styrkja hana. Við leggjum áherslu á uppbyggingu á Blue Lagoon Iceland sem vörumerkis þannig að ímynd vörumerkisins sé einstök upplifun með tilvísun í heilsu, feg- urð og vellíðan. Við höfum markvisst reynt að þróa okkar innviði þannig að þeir standi undir þessari ímynd. Við vinnum nú að viðbótum við baðlónið sem við ætlum að opna 1. júní.“ - Hvaða viðbætur eru það? „ Nuddarar okkar hafa verið að þróa aðferðir til að vinna með viðskiptavininn í lóninu. I ljósi þess höfum við verið að móta nýja aðstöðu með fossi, nuddvík, pottum og fleiri gufuböðum til viðbótar við jarðgufubaðið sem við höfum verið með. Eftir- spurn fer vaxandi eftir alls kyns spa-þjónustu. Þessi aðstaða verður rannsókna- og þróunarsetur fyrir spa-meðferð.“ - Kemur til greina að færa út kvíarnar? „Við erum að undirbúa útrás á vörum okkar, bæði neytenda- vörum og spa-meðferð. Við hyggjumst m.a. selja „Blue Lagoon treatments" til spa-staða erlendis. Við erum með í far- vatninu samstarf við eitt þekktasta spa í Kanada og svo erum við að fara í gang með reynslumarkaðssetningu á vörum og þjónustu í Þýskalandi og Danmörku og í framhaldinu á öðr- um Norðurlöndum. Við sjáum fýrir okkur að sala fari í gang með markvissum hætti á þessu ári.“ - Hvernig sérðu framtíð Bláa lónsins? „Eg sé Bláa lónið sem einstaka heilsulind og í hópi bestu spa- 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.