Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 47
Dýrmæt eiyn „ímynd fyrirtækja er eitt af því dýrmætasta sem það á,“ segir Liz. „Slæm eða engin ímynd fyrirtækis hefur skaðleg áhrif á viðskiptin. Fólk hefur til- hneigingu til að sniðganga fyrir- tæki sem það þekkir ekki og enginn hefur heyrt af og ef ímyndin er slæm er staða fyrirtækisins enn verri. Það er því að mínu mati góð Ijárfesting að skapa góða ímynd sem gefur sanna mynd af fyrirtæk- inu eða stofnuninni." Almannatengsl og ímyndar- sköpun eiga sér víða stað, bæði innan fyrirtækis og utan þess. Margir ytri þættir hafa bein eða óbein áhrif á ímyndina til góðs eða ills. Það er því að mörgu að hyggja þegar kemur að ímyndarmálum og hefur Elizabeth haldið ijölmörg námskeið þar að lútandi, meðal annars í Reykjavík og á Akureyri og fleiri eru á döfinni. En hvernig á að bæta ímynd fyrirtækja? Eru ein- hveijar töfraleiðir til? „Heppilegasta leiðin fer eftir eðli fyrirtækisins og stöðu þess hverju sinni, þannig að ekki er hægt að tryggja neinar töfraleiðir,“ segir Elizabeth. „Hins vegar eru nokkur atriði sem öllum fyrirtækjum og stofnunum er nauðsynlegt að hafa í huga - ekki bara á meðan á ein- hveiju átaki stendur, heldur alla tíð. Þetta eru atriði eins og jákvæð umijöllun í Ijölmiðlum, góð vefsíða, stöðug kynning, bein og óbein, gott viðmót starfsfólks og að loforð standist. Algengt er að forráða- menn fyrirtækja telji að aðeins sé hægt að fá ijölmiðlaumijöllun þegar ný vara kemur á markað en átti sig síður á því þegar eitthvað fréttnæmt gerist, vegna þess hve nátengdir þeir eru fyrirtækinu og starfsemi þess. Hlutverk PR-fólks er meðal annars það að vekja stjórnendur til umhugsunar um hvað teljist frétt- næmt og hvernig hægt sé að koma fyrirtæki eða stofnun á lramíæri." Topp tíli! Elizabeth hefur haldið ijölmörg námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um gildi almanna- 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.