Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 53
flUGLÝSINGAR POPPSTJÖRN- lýsingaherferð í haust áður en Irafár setti met í diskasölunni í desember og Birgitta tók þátt í undankeppni Evróvision-söngva- keppninnar. Um áramótin var síðan haft samband við hana. I auglýsingunum er geíin frískleg, sportleg og heilsusamleg mynd af Birgittu að kafa, í „river rafting“, klifri eða öðrum íþrótta- og úti- vistargreinum sem geta höfðað til fólks á öllum aldri og þá ekki síst yngri kynslóðarinnar. „Vara sem verður gömul eldist oft með neytandanum og hættir að ná til yngri kynslóðarinnar. Rís er ein elsta framleiðsluvaran hjá Freyju, hún hefur verið um 4045 ár í framleiðslu og við höfum alltaf tekið markaðstörn á nokkurra ára fresti því að við vitum að þetta er góð vara. Með þessari auglýsinga- herferð núna erum við að kynna vöruna fyrir yngra fólki. Við verðum vör við það í könnunum að það er sama fólkið sem borðar Rís og þess vegna erum við að yngja markhópinn. Það virðist virka vel,“ segir Ævar. Gefin er frískleg og sportleg mynd ingunum. í Rís-auglýs- Þegar á herferðina með orkumjólkina leið kom hins vegar í Ijós að Selma höfðaði mest til yngra fólksins þó að meiningin hefði alltaf verið að höfða til jafnari og stærri hóps í þjóð- félaginu. Erlendis geta auglýsendur lent í ýmsum hremmingum þegar ímynd poppstjörn- unnar breytist eða markaðsstarfið bíður hnekki af hennar völdum. Teiknimyndafígúrur stilltarí ímynd poppstjarna skiptir miklu máli. Erlendis geta auglýsendur lent í ýmsum hremmingum þegar ímynd poppstjörnunnar breytist eða markaðsstarfið bíður hnekki af hennar völdum, t.d. í dæminu um Britney Spears hér að ofan. Þetta er áhætta sem fyrirtækin taka. Ævar bendir á að menn séu því í auknum mæli farnir að nota „teiknimyndafígúrur því að þá er ekki hætt við að maður missi þær út í einhverja vitleysu. Maður getur frekar stjórnað þessu,“ segir hann. Ef ímynd poppstjörnunnar breytist, t.d. með áfengis- eða eiturlyljaneyslu, getur hún versnað til muna og haft mikil áhrif á markaðsstarfið. Ævar segir hverfandi líkur á þessu hér þó að auðvitað geti popp- stjörnur „farið út af sporinu" hér eins og annað fólk. Með því að gera samning við auglýsandann verður poppstjarnan að passa upp á ímynd sína með öðrum hætti en áður og í lang- flestum tilfellum gerir hún það. Þegar sú ákvörðun er tekin að ráða poppstjörnu til að koma fram í auglýsingaherferð skiptir miklu máli að valið sé rétt og að stjarnan höfði til þess hóps sem auglýsingunni er beint að. Þannig segir Baldur Jónsson, markaðsstjóri hjá Mjólkursam- sölunni, frá því að fyrirtækið hafi verið í samstarfi við sviss- neskt fyrirtæki fyrir nokkrum árum við framleiðslu á orku- „Vara sem verður gömul eldist oft með neytandanum og hættir að ná til yngri kynslóðarinnar.“ mjólkinni. Svissneska fyrirtækið hafi fengið klassískan listamann til að koma fram í auglýsingum. Hér á landi hafi Selma Björnsdóttir hinsvegar verið fengin til að aug- lýsa vöruna og staðið sig vel. En þegar á herferðina leið kom í ljós að Selma höfðaði mest til yngra fólksins þó að meiningin hefði alltaf verið að höfða til jafnari og stærri hóps í þjóðfélaginu. Gildir líka um fótboltann Erlendis hafa sum fyrirtæki breytt stefnu sinni í þá átt að vinna með mörgum stjörnum. Þannig hefur Pepsi stór- fyrirtækið í Bandaríkjunum breytt stefnu sinni á síðustu árum og bindur sig ekki við eina stjörnu heldur sfyður almennt áhugamál ungs fólks. Jón Diðrik Jónsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir að Pepsi hafi ákveðið að fá nokkrar stjörnur til samstarfs við sig, frekar en að binda sig við eitt andlit Fyrirtækið hefur því upp á síðkastið lagt áherslu á að tengja ímynd sína við það sem ungt fólk hefur áhuga á, t.d. fótbolta eins og fór ekki fram- hjá neinum í fyrra, og þar er fyrir- tækið til að mynda í samstarfi við fótboltakappana Ronaldo og Beck- ham. Hér á landi hefur Ölgerðin verið í samstarfi við nokkrar hljóm- sveitir, t.d. Irafár, I svörtum fötum og Búdrýgindi, auk íþróttamanna, og fjármagnar þá auglýsingar fyrir hljómsveitirnar og kaupir af þeim tónleika. Jón Diðrik segir að yfirleitt sé ekkert kveðið á um þetta í samningum en Ijóst sé að verðmætin minnki þegar poppsljarna auglýsir fyrir fleiri en eitt fyrirtæki. Hreimur, Ragga Gísla... Sælgætisgerðin Freyja er í hópi þeirra fyrirtækja hér á landi sem hvað oftast hefur fengið popp- stjörnur til liðs við sig í sínu markaðsstarfi. Fyrir utan Rís-aug- lýsingarnar hefur Freyja áður fengið Hreim Örn Heimisson, söngvara í hljómsveitinni Landi og sonum, til að auglýsa Hrís- kúlur. Af öðrum eftirminnilegum auglýsingum sem popp- stjörnur hafa tekið þátt í má nefna Ragnhildi Gísladóttur tengja málningarverksmiðjuna Hörpu-Sjöfn við samnefnt lag Stuð- manna. Freyja hefur einnig fengið leikara til liðs við sig, td. þegar Jón Gnarr lék Villiköttinn í auglýsingum fyrir nokkrum árum. Þá hafa aðrir leikarar komið fram í auglýsingum, t.d. Helga Braga sem hefur slegið í gegn að undanförnu í auglýs- ingum Osta- og Smjörsölunnar. ffij 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.