Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 87
VÍNUMFJÖLLUN SIGMflRS B.
unni. Þessi þrúga er í raun í sama
gæðaflokki og Cabernet og Pinot
Noir. Helstu einkenni Tempranillo
eru þau að vín úr þrúgunni
þroskast vel með tímanum og
springur út, ef svo má segja, við
geymslu í eikarámum. Tempran-
illovínið frá Rioja eru frekar þurrt,
með margslungnu bragði. Hýði
þrúgunnar er þykkt, vínið er
dimmrautt og frekar áfengt, iðulega
10-11%. Hjá okkur er vínið látið
þroskast í eikarámum eins og víð-
ast hvar í Rioja. Við höfum reynt að
gera vínið okkar aðeins léttara en
tíðkast hefur í Rioja, en án þess þó
að það tapi bragðeinkennunum."
Náttúra og veðurfar Spánar er fjölbreytt. Mikill munur er því á víntegundum hinna
ýmsu héraða landsins.
Vanilla, þurrkaðir ávextir og eik Ég átti þess kost að bragða
á nokkrum víntegundum frá E1 Coto. Sumar þeirra hafði ég að
vísu haft nokkur kynni af áður. Fyrsta vínið sem ég bragðaði á
var það sem kom mér mest á óvart. Þetta vín er frá fyrirtæk-
vínland
inu Baron de Ley Rioja sem E1 Coto Rioja rekur nú. Vínið
heitir Baron de Ley Finkca Monasterio. Þetta er stórt vín en
þrúgusafinn er látinn liggja í þrúguhýðinu rúmar tvær vikur.
Þá er það geymt í eikarámum í 2 ár. Þetta er sannkallað
steikarvín sem einnig er frábært með villibráð. Munið eftir
þessu víni þegar það kemur í verslanir ATVR. Coto de Imaz
Reserva er einkar fallegt vín en liturinn er rúbínrauður. Fyll-
ingin er jöfn en létt karamellu- og vanillubragð og töluverð eik.
Þetta er gott vín með mat, helst kjöti en einnig pasta og austur-
lenskum mat. Coto Real Reserva er ekta Rioja vín, kraftmikið
vín með mikilli bragðfyllingu. Af þessu víni er milt krydd-
bragð, vanilla, negull en einnig vottar fyrir bragði af þurrk-
uðum ávöxtum og svo er auðvitað milt en jafnframt gott eikar-
bragð af víninu. Flaskan af Coto Real Reserva kostar 2.490
krónur. Það er mjög gott verð miðað við gæði vínsins. E1 Coto
Blanco er frískandi og þægilegt hvítvín með yfirgnæfandi
bragði af grænum eplum og jafnvel hvitkáli. Þetta er einfalt
vin, þægilegt til drykkjar eitt og sér.
Önnur spsensk vín Tiltölulega sæmilegt úrval er af
spænskum vínum í verslunum ATVR. Þó mætti vera meiri
breidd í úrvalinu. Ég sakna víns frá t.d. Montsant, Jumilla og
Priorat. Þekktust hafa verið spænsku rauðvínin. Nú eru að
koma á markaðinn mjög athyglisverðar hvítvínstegundir,
nefna mætti vín sem pressuð eru úr þrúgunni Albarino. Af
spænskum víntegundum, sem hægt er að fá í Ríkinu, mætti
nefna hið frábæra Torres Vin Mas la Plana. Þá er Beronia
Gran Reserva kröftugt vín með mikilli eik. Margbrotið bragð
er af víninu, bragð af ávöxtum, hunangi, og kryddi, og þetta
vín kallar á góða piparsteik.
Fylgist með vínunum frá Spáni Eins og áður sagði bendir
allt til þess að á næstunni komi margar áhugaverðar vínteg-
undir frá Spáni. Spænskir víngerðarmenn eru í stuði og til alls
líklegir enda mikil samkeppni í vínbransanum. Hið virta vín-
tímarit Wine Spectator lét á dögunum prófa 47 spænskar vín-
tegundir. 10% þessa víns fékk yfir 90 punkta sem er frábær
útkoma. Þá ber þess að geta að verð á spænsku víni er frekar
hagstætt og mjög hagstætt miðað við gæði. SD
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirfarandi víntegundum frá
Spáni
Rauðvín
El Coto de Imaz Reserva á 1.380 krónur
Torres gran Coronas mas la Plana á 3.850 krónur
Beronia Gran Reserva á 1.760 krónur
Hvítvín
El Coto Blanco á 890 krónur.
87