Almanak alþýðu - 01.01.1930, Page 26
lýðsráðstefnu, er halda skal nokkru áður en
sambandsþing hefst.
•4. Verklýðsráðstefnu sitji að eins fulltrúar
verklýösfélaga, sem innan sambandsins eru;
auk þess skai bjóða verklýðsfélögum, sein
eru utan sambandsins, að senda fulltrúa á
ráðstefnuna. Um fulltrúafjölda fer eftir nú-
gildandi Iögum sambandsins. Stjórn Alþýðu-
sambandsins stýrir ráðstefnunni.
5. Sambandsstjórn sé falinn allur undirbúningur
málsins."
Enn fremur var þá og þar samþykt svo-
hljóðandi viðbótartillaga:
„Á verldýðsráðstefnunni er heimilt að krefj-
ast allsherjaratkvæðis á sama hátt og á sam-
bandsþingi."
Undirbúningsnefndin var þannig skipuð:
Aiþýðusambandsstjórnin útnefndi:
Héðin Valdimarsson, formann verkainannafé-
lagsins Dagsbrún, Reykjavik,
Jónínu Jónatansdóttur, formann verkakvenna-
félagsins Framsókn, Reykjavik,
Björn Jóhannsson, Hafnarfirði, og
Sigurjón Á. Ólafsson, formann Sjómannafélags
Reykjavikur.
Stjórnir fjórðungssambandanna útnefndu:
Vesturlands: Ingólf Jónsson.
Norðurlands: Einar Olgeirsson.
Austurlands: Pétur G. Guðmundsson.
Nefndin starfaði nokkurn tima áður en ráö-
stefnan hófst. Gerði nefndin margar tillögur um
verklýðsmúl, og voru þær síðan lagðar fyrir
ráðstefnuna.
Á ráðstefnunni voru mættir 60 fulltrúar frá
22