Almanak alþýðu - 01.01.1930, Síða 31
iðgjaldaflokka eftir því, hvar á landinu félög
eru og hverrar tegundar (verkamanna- og sjó-
manna-fólög, iðnfélög, iðnnemafélög)."
9. Samrœming kaupgjalds.
„Unnið skal að þvi að samræma kaupgjald
þannig, að jafnhátt kaup þvi, er hæst hefir
náðst eða næst á einhverjum stað, sé greitt
fyrir sömu vinnu alls staðar á landinu."
Enn fremur voru eftirfarandi tillögur sam-
þyktar í sambandi við þenna lið:
I. „Verkiýðsráðstefnan sainþykkir, að til sam-
ræmis kaupgjalds í landinu ,sé unnið að:
1. að verklýðsfélög, sem nú hafa lágt kaup-
gjald, hækki það sem næst því, sem það
er hæst í þeim fjórðungi, sem félagið er
í. Fjórðungsstjórnir vinni að þessu hver
i sínum fjórðungi.
2. að samningar um kaupgjald og kjör á
sömu tegund skipa, hvar sem er á land-
inu, og samningur eða taxti fyrir síld-
veiði, kjör á linubátum og nótaskipum, sé
gerður fyrir landið alt.“
II. „Verklýðsráðstefnan ákveður að berjast fyr-
ir þvi, að verkaiýðurinn fái ferðir og fæði
greitt hjá atvinnurekendum, bæði frá heim-
ilum sinum og að, þegar um utan-bæjar-
eða -héraðs-vinnu er að ræða.“
SambandsplngiO.
f*að hófst eins og áður er sagt 25. nóv. og
atóð i 5 daga. Voru þar gefnar skýrslur um
störf Alþýðusambands Islands á siðasta ári.
27