Almanak alþýðu - 01.01.1930, Page 48
Enn fremur var sú nýbreytni tekin upp, að
sambandsstjúrn skifti nokkuð frekar verkum
með sér en áður hefir verið. Annast nokkur
hluti hennar aðallega stéttarmál, og nefnist hann
verkamálará ð. Hinn hlutinn annast aðallega
stjórnmálin, og nefnist hann stjórnmálarád.
Verkamálaráðið skipa:
Héðinn Valdimarsson,
Ólafur Friðriksson,
Jón A. Pétursson og
Jóhanna Egilsdóttir.
Stjórnmálaráðið skipa:
Jón Baldvinsson,
Harnldur Guðinundsson,
Stefán Jóh. Stefánsson,
Sigurjón Á. Ólafsson og
Felix Guðmundsson.
Þjóðnýting.
Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar
er gott að vera. Ibúarnir þurfa engin útsvör
að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað
úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 isl.
kr.) á ári á hvern mann.
Þessu vikur svo við, að Ebern á mikil skóg-
lendi utan við bæinn og rekur þar skógar-
högg og trjávinslu með svo góðum árangri, að
ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur
auk þess afgang til þess að útbýta til bæjar-
manna. Þar er gott að vera. En þessu líkt
gæti víðar verið, ef vel væri stjómað.