Almanak alþýðu - 01.01.1930, Page 80
numdar grundvallarorsakir styrjalda; trúar-
brögöin koma í vcg fyrir, að kend sé siðfræði
vísindalegrar samvinnu í stað hinna fornu,
grimmúðugu kenninga um synd og refsingu.
Vera má, að mannkynið standi nú á þröskuldi
gullaldar; en ef svo er, þá ber fyrst nauðsyn
til að fella drekann, sem gætir hliðsins, en sá
dreki eru trúarbrögðin.
(Halldór Kiljan Laxness islenzkaði.)
Munur er nú á.
A dýrustu matsölustöðunum i Berlín kostar
hver munnbiti nokkrar krónur. 1 fátækrahverf-
unum eru kettir og rottur seldar sem manna-
matur.
I auðmannahverfunum þar er venjuleg íbúð
12 herbergi, en „betri" íbúðir um og yfir 20
herbergi. I austurhluta Berlínar, þar sem aðal-
lega búa fátæklingar, eru 50 000 „íbúðir", sem
eru að eins eitt herbergi án eldhúss, en 350 000
ibúðir, sem eru eitt herbergi og eldhús. I þess-
um 350 þús. búa 1 014 768 manns. Sums staðar
er meira en 20 inanns hrúgað saman i eitt
litið herbergi. Þar verða allir að sofa, og þar
er Iika matbúið, etið og unnið.
Bifreiðanúmerin eru nýlega komin upp i
100 000 i Berlín. —
Atvinnulausir menn i Þýzkalandi eru nú sem
stendur yfir 3 milljónir og fer fjölgandi.
76