Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 84
3. grein. A. S. V., íslandsdeildin, er óháð öll-
um pólitískum flokkum og veitir hjálp sína allri
alpýðu án tillits til pólitískra skoðana hinna
bágstöddu og veitir þvi viðtöku sem meðlimum
öllum þeiin, sem af einlægum hug bjóða fram
aðstoð sína til hjálpar alþýðunni, þegar neyðin
sverfur að (6. grein alþjóðalaganna).
4. grein. Stjórn félagsins hefir aðsetur sitt í
Reykjavík. Hana skipa fæst 5 menn, flest 9,
og verða að minsta kosti 5 af þeim að vera
búsettir í Reykjavík. Ef færri eru í stjórninni
en 9, getur hún sjálf bætt við sig mönnum,
unz hún er fullskipuð.
5. grein. Meðlimir geta orðið bæði einstak-
lingar og félög, er starfa að verklýðsmálum.
6. grein. Meðlimir félagsins, hvar á landinu
sem er, geta myndað deildir úr því, og þurfa
minst 7 menn til að mynda deiid. Ekki iná
vera nema ein deild i hverjum kaupstað, kaup-
túni eða sveit. Verklýðsfélög geta þó ekki
verið meðiimir deilda.
7. grein. Allar deildir skulu hafa samhljóða
lög, er samin eru og gei'in út af stjórn fé-
lagsins.
8. grein. Deildir eru skyldar að senda félags-
stjóm skýrslu um starfsemi sína ársfjórðungs-
lega. Félagsstjórn skal senda prentað skýrslu-
form fyrir ársfjórðungsskýrslur til deildanna.
9. grein. Félagsgjald er minst ein króna árs-
fjórðungslega á hvern félaga. Gjaldið greiðist
fyrir fram. Einstakir félagar greiða til félags-
stjórnar. en meðlimir deilda til deildarstjóma.
Verklýðsfélög greiða á ári 10 aura af hverj-
um meðlim sínum.
80