Almanak alþýðu - 01.01.1930, Page 85
10. grein. Deildir gjalda til félagsstjórnar 75
aura af hverjum meðlim sinum ársfjórðungs-
lega, um leið og ársfjórðungsskýrslur eru
sendar.
11. grein. Allir fólagar skulu hafa félags-
skírteini, sem er gefið út af félagsstjórn. Deild-
arstjórnir geta veitt nýjum meðlimum skírleini,
er gilda í einn mánuð frá inntökudegi.
12. grein. Aðalfund skal halda í Reykjavík ár
hvert. Félagsstjórn ákvcður fundardag og boðar
fundinn með minst tveggja mánaða fyrirvara.
13. grein. Til aðalfunda kjósa deildirnar hver
einn fulltrúa og enn einn fyrir hvert hundrað
meðlima eða brot úr hundraði.
14. grein. Allir félagar og meðlimir deilda
geta setið aðalfundi og hafa þar málfrelsi og
tillögurétt, en atkvæðisrétt hafa að eins full-
trúar og félagsstjórn. Verklýðsfélög, sem eru
meðlimir, mega senda hvert einn fulltrúa til
að sitja aðalfund; hefir hann þar málfrelsi og
tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.
15. grein. Félagsstjórn kallar saman auka-
fundi, er henni þykir með þurfa eða ef meira
en helmingur deilda æskir þess. Um fundar-
boðun og fulltrúa á aukafund gilda sömu á-
kvæði sem aðalfund.
16. grein. Á fundum ræður meiri hluti at-
kvæða úrslitum mála.
17. grein. Félagsstjórn stjórnar allri starfsemi
A. S. V. I. á milli funda, gefur út ávörp í nafni
félagsins, annast hjálparstarfsemi þess og vinn-
ur að útbreiðslu og þróun A. S. V. um land alt.
Hún stendur í nánu sambandi við deildirnar og
veitir þeim alla aðstoð í starfsemi þeirra.
6
81