Almanak alþýðu - 01.01.1930, Side 87
Taíkin, sem notuð eru til þessara hljóðmæl-
inga, eru orðin afar-fullkomin. Lampar eru not-
aðir í þeim líkt og i útvarps-viðtækjum. Mæl-
ingin gengur svo fljótt, að skipið þarf ekki að
nema staðar, meðan „lóðað“ er. Með þessari
aðferð hafa menn fundið enn þá meira dýpi
en áður þektist. Það er í vestanverðu Kyrra-
hafinu. Á nokkurra ferkílómetra svæði hefir
verið mælt yfir 10 000 metra dýpi á 11 stöðum,
en mest 10 610 metrar. Það er mesta dýpi, sem
menn þekkja nú.
Sjávarbotninn breytir sér nokkuð, eins og
kunnugt er. Hann hækkar og lækkar, en venju-
lega mjög hægt. Þó koma snöggar breytingar
fyrir, helzt þó af umbrotum eids eða gosum á
mararbotni. Qeta þá jafnvel eyjar komið upp,
þar sem áður var allmikið dýpi, og skipaleiðir
breyzt. Þá getur þessi handhæga og fljótlega
mælinga-aðferð komið að miklum notuin.
Hér myndi hún einnig geta komið að góðum
notum. Víða eru skipaleiðir ómældar hér við
land. Líka þarf að leita að nýjum fiskimiðum
umhverfis landið, og þá koma nákvæmar dýpt-
armælingar að miklu liði, þótt fleira þurfi að
athuga í því sambandi. Ætti að búa eitt af
varðskipunum íslenzku að slíkum tækjum, og
gæti það stundað mælingar að nokkru gagni
jafnframt landhelgisvörzlunni.
83