Almanak alþýðu - 01.01.1930, Síða 91
öll riki, sem i sambandinu eru, eru skuld-
bundin til að greiða fyrir póstflutningi hvaðan
sem hann kemur og hvert sem hann á að fara.
Ef við purfum að koma bréfi til Kina, Ástralíu
eðii annara fjarlægra landa, þá kaupum við að
eins frímerki fyrir nokkra aura og límum á
bréfið og afhendum það síðan á næstu póst-
stöð. Og við getum verið nokkurn veginn ör-
ugg um, að það komist réttum viðtakanda í
hendur, eins og þótt það ætti ekki að fara
nema í næstu sveit. Á sama hátt getum við
sent peninga eða verðmæta hluti. Þá kau))um
við ábyrgð á þeim fyrir nokkra aura. Ef svo
sendingin kemst ekki til skila eða glatast aí
einhverjum orsökum, þá fáum við peningana
endurgreidda eða verðmæti lilutanna. Mikið af
vörum er líka sent með pósti, bæði innan land-
anna og milli landa, en þó einkum þær vörur,
sem hvorki eru mjög þungar né mjög fyrir-
ferðarmiklar. Þá er mjög algengt að láta
póstinn sjá um innheimtu á andvirði vörunnar.
Það er kallað, að vörurnar séu sendar „gegn
póstkröfu“, og er mjög handhægt. Þá fær
viðtakandi ekki vöruna í sínar liendur, nema
hann greiði andvirðiö, en pósturinn stendur
sendanda skil á því. Mörg fleiri viðskifti eru
bundin við póst og póstflutninga.
Þróunin í skipulagi póstmálanna er mjög
merkileg og bendir alveg ótvírætt í þá átt, sem
jafnaðarmenn telja hagkvæmasta. Stigin eru
þrjú: fyrst einstaklingsrekstur án nokkurs heild-
arskipulags, þá ríkisrekstur með skipulagi á
takinörkuðu svæði, einu riki eða landi út af
fyrir sig, og loks alþjóðasamtök með fullkomnu
87