Almanak alþýðu - 01.01.1930, Page 94
skifta og menningar, sem hann á að vera.
Nútíminn krefst meiri hraða. Og sá, sem ekki
getur fylgt, hlýtur að dragast aftur úr. Við
megum ekki við því, tsiendingar, að dragast
aftur úr rás menningarinnar.
3. Nokkrar upplýsingar fyrir almenning.
Til flutnings með pöstum taka pósthúsin á
móti:
a. almennum póstsendingum (brófum, bréf-
spjöldum, prenti og sýnishornum),
b. bréfum með tilgreindu verði,
c. bögglum (almennum og með íilgreindu veröi),
d. póstávísunum,
e. póstkröfusendingum,
f. póstinnheiintum,
g. blöðum og tímaritum, sem skráð eru til
flutnings hjá póststjórninni.
Pósthúsin eru opin frá kl. 10 árd. til kl. 6
síðd. á virkum dögum. — 1 Reykjavík er bréfa-
póststofan opin frá kl. 10 árd. til kl. 6 síð-
degis á virkum dögum og frá kl. 10 11 árd.
á helgidögum. Bögglapóststofan er opin virka
daga kl. 10 árd. til kl. 5 síðd.
Póstkassarnir í Reykjavík eru tæmdir kl. 8
árd. alla daga og auk pess kl. 2 og kl. 4 síðd.
virka daga. Póstkassinn á pósthúsinu er alt af
tæmdur fáum minútum áður en póstar fara.
Bréf eru borin út í Reykjavík kl. 9 árdegis og
kl. 3 síðdegis. Á helgidögum þó að eins kl.
9 árd.
90