Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 14
öllum um okkur ef við segjum frá hugsunum okkar og draum-
um. Af augnhreyfingum mínum í svefni getur þú séð að mig er
að dreyma og af látbragði líkamans getur þú getið þér til um
hvers eðlis draumurinn er þ. e. hvort hann er unaðslegur eða er
erfiður en innihald hans getur þú aðeins vitað ef að ég segir þér
hann. Ef mig dreymir landslag á mars er ekki hægt að finna það
í heilastarfseminni minni, hversu mörg tæki sem þú hefur til
þess. Þú getur aðeins séð hvað starfsemi fer fram í heilanum
sjálfum í tengslum við drauminn. Minn draum getur þú ekki
séð, hann er ekki í heilanum, hann er í huga mínum, - utan við
líkaman. Hann er ef svo mætti segja, dul-Iíffræðilegur, dul-vís-
indalegur - yfirnáttúrulegur.
Þegar þessi staðreynd liggur fyrir, þá ætti að leggja vangavelt-
ur um hvort líkamlausir hugar séu ekki vísindalegir (yfirnátt-
úrulegir) til hliðar.
Hugurinn er ekki líffræðilegt fyrirbæri og svo er einnig um
innihald hans, þ. e. tilfinningar, hugsanir, ímyndanir. Heimur
okkar eins og hann er skynjaður er dulsálfræðilegur.
Mig langar að draga upp hugtök/mynd um líkamlausa hugi og
orku þeirra með því að skýra hugtakaleg tengsl þeirra við hugi
í líkama og orku þeirra. Flestum okkar líður þægilega í návist
líkamlegra huga og orku þeirra og við myndum ekki taka eftir
yfirnáttúrulegum hæfileikum þeirra nema að við gerðumst
heimspekileg. Með því að draga athyglina að yfirnáttúrulegum
hæfileikum þeirra verður tilhugsunin um hugi án líkama þægi-
legri. (Að vísu, gæti það haft öfug áhrif, en þeir sem þrátt fyrir
þetta sætta sig ekki við dul-sálarfræðina munu eflaust hafa
auknar áhyggjur af yfirnáttúrulegum hæfileikum huga í lík-
ama.)
Það sem ég vill rökræða er sú þekkta tvíhyggja - hvernig hug-
urinn tengist líkamanum, sem krefst að hugurinn sé búinn þeim
hæfileikum sem gerir honum kleift, að framkvæmda, að læra,
o.f.l., án líkama. I stuttu máli, hugur í líkama verður að vera
gæddur dulsálfræðilegri náttúru og orku.
Hugurinn er utan við nátturuna og bæði skyggni og hughreyf-
iorku (P. K.) þarf til að skýra tengsl huga og Iíkama í venjuleg-
um manni. Almennur skilningur á þessari skýringu er ekki fyrir
12
MORGUNN