Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 31
steðja að lýðveldinu og mun sú síðasta verða mest, en þó mun
það standa sigursælt gagnvart öllu sameinuðum ríkjum verald-
ar. Seg öllum börnum lýðveldisins að Iifa í anda bræðralags, fyr-
ir guð sinn og fósturland“. Að svo mæltu hvarf sýnin og um leið
var mér ljóst að í táknmynd hafði ég fengið að sjá örlög banda-
rísku þjóðarinnar, þróun hennar og uppruna.“
Eftirtektarvert er hve vel tíðarandi þess tíma, sem Washing-
ton lifði á kemur fram í sýn hans og varla er hægt að segja ann-
að en að spásögnin um erfiðleikatímabilin þrjú í sögu banda-
rísku þjóðarinnar sé heillandi íhugunarefni. Borgarastyrjöld í
Ameríku hófst fyrst hundrað árum síðar, en mynd hennar virð-
ist koma mjög glögglega fram í öðrum þætti sýnarinnar.
Margir frægir þjóðaleiðtogar hafa í bréfum sínum og dagbók-
um lýst óvenjulegri reynslu sinni, sem greinilega ber vott um
hæfileika til æðri skynjunar. Þannig hefur komið í ljós að Abra-
ham Lincoln hefur t. d. stundum séð fyrir óorðna atburði og ef
við athugum nánar lífsferil manna eins og Nelsons flotaforingja,
Napoleons og Kitcheners lávarðar, kemur í ljós að einnig í lífi
þeirra áttu sér stað hliðstæð atvik. Spádómar Nostradamusar og
hinnar helgu móður Shipton hafa mörgum orðið tilefni til mikil-
la rannsókna og heilabrota. Dæmi um ótvíræða spádóma Nos-
tradamusar, sem rættust meðan hann var enn á lífi, segja
gleggri sögu en óljósar véfréttir hans, sem erfitt er að skýra. Það
eru fjölmörg áreiðanleg dæmi um spádóma, sem rættust ótví-
rætt.
Sökum þess að sumu fólki er meira í mun að fá vitneskju um
framtíðina en að hafa áhrif á hana, Ieitar það sífellt þeirra, sem
gæddir eru spádómshæfileikum. Þetta spannar allt frá alþýðu-
legum spákonum til manna, sem í raun og veru hafa athygl-
ísverða hæfileik^ til að sjá fyrir óorðna hluti. Konungar og
prinsar hafa leitað uppi þá, sem sagt gætu þeim hvernig fara
mundi um áform þeirra. Fáir geta staðist þá löngun að leita til
einhvers, sem sagður er forspár.
Spámenn og spádómar hafa örvað ímyndunarafl manna frá
örófi alda. Ef til vill er það orsök þess að lesa má svo mikið um
slíkt í vinsælum bókum. Aðrar tegundir af hæfileikum til æðri
morgunn
29