Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 57
um hlutinn. Ekki er ósennilegt að í framtíðinni verði hægt að
þjálfa þessa hæfileika betur og að þeir geti þá komið að gagni á
ýmsan hátt ólíkt því, sem nú þekkist.
Líklega er að hlutskyggni sé sá HSP-hæfileiki, sem býr yfir
mestri fjölbreytni. Þar kernur fram bæði sjón- og tilfinninga-
skyggni og í mörgum tilvikum einnig heyrnarskyggni. Hinn
hlutskyggni skynjar sjávarnið og gnauð vindsins, hann heyrir
öskur villidýranna og hljóm mannsraddarinnar. Einnig getur
verið um að ræða einskonar hugsanaflutning, því að hinn hlut-
skyggni skynjar oft það sem aðrir hugsa og hvað þeir hyggjast
fyrir, þegar hann virðir fyrir sér atburði, sem tengdir eru
hlutnum.
Einn vísindamanna 20. aldar setti eitt sinn fram þá tilgátu, að
til sé einhvers staðar í geimnum einskonar myndsegulband af
öllu því sem gerst hefur á jörðinni. Hann bætti því við að ef til
vill mundi okkur einhvertíma takast að ná upp röddum meistar-
anna fornu, Sókratesar eða Cesars, Buddha og Krists. Ekki er
ótrúlegt að náttúran kunni að geyma slíka atburðaskrá og það
sé einmitt þetta, sem hinn hlutskyggni komsti í samband við,
þegar hann er að virða fyrir sér liðna atburði. Hluturinn, sem
hann heldur á verður sá tengiliður, sem kemur honum í snert-
ingu við þetta hulda atburðasvið. Þegar öll kurl koma til grafar,
hvað vitum við þá raunverulega mikið um þetta næmasta og
margbrotnasta tæki sem köllum mannlega veru?
Hughreyfiorka, eða sá hæfileiki að geta hreyft hluti með
hugarafli, hefur lítið verið rannsökuð, og hefur raunar minni at-
hygli vakið en ýmsir aðrir HSP-hæfileikar. Tilraunir mínar ná
enn of skammt til þess að ég hafi getað myndað mér neina
ákveðna skoðun í þessum efnum og sjálf hef ég aðeins þekkt
tvo einstaklinga, sem að verulegu leyti hafa sýnt hæfni á þessu
sviði. Þessi hæfileiki er auðsjáanlega til, og ég held að þegar
betri aðstæður hafa skapast til rannsókna, hljóti þessi hæfileiki
að finnast hjá fleiri mönnum. Ég held að í þessu felist margs
konar möguleikar.
morgunn
55