Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 54
hann fylgjast með svona fólki. í þessu tilviki sér hinn skyggni
ekki að þetta fólk dragi lífsorku hvort frá öðru. Fyrirbrigðinu er
lýst þannig, að það líkist einna helst afhleðslu rafhlöðu. Annar
aðilinn virðist framkall neista og afhleðslu lífsorku hins aðilans
og öfugt, þannig að orkusvið beggja dofna og aflagast.
Þegar þetta samband á sér stað milli hjóna, skapast hjá báð-
um þreyta og eirðaleysi, sem þau reyna oft að ráða bót á með
því að sækja leikhús, tónleika eða aðra staði þar sem fleira fólk
er saman komið. Á þennan hátt virðast þau aftur geta endur-
nýjað orku sína. Hugsast getur líka að návist fólksins myndi
eins konar vörn gegn þessum gagnkvæmu áhrifunt þeirra og
komi þannig í veg fyrir orkutap.
Mörgum finnst hlutskyggni afar heillandi hæfileiki. Ekki er
ótrúlegt að þessi HSP-hæfileika kunni að vera eins komar sam-
nefnari allra hinna. Þegar tilraun með hlutskyggni fer fram, fær
hinn skyggni í hendur hlut, mynd eða bréf, sem oft er innsiglað
og veit hann því ekki á hverju hann heldur. Hann má síðan
handleika hlutinn að vild. Hann skynjar þá myndir, atburði en
einnig tilfinningar og ýmis geðhrif, sem við hann eru tengd.
Hlutskyggnt fólk hefur þennan hæfileika á mjög mismunandi
háu stigi.
Hlutskyggn maður, sem t.d. heldur á skartgrip í hendinni,
skynjar mynd eigaanda hans eða eigenda, ef þeir hafa verið
fleiri og lýsir hann þeim og getur sagt frá ýmsurn helstu atburð-
um í ævi þeirra. Sumir sjá einstök atriði, en aðrir geta séð at-
burðarás svipað því og verið væri að horfa á atriði eða hluta úr
kvikmynd.
í þessu sambandi er athyglisvert að sé hlutskyggn maður látin
lýsa sama hlutnum oftar en einu sinni, skyjar hann aðalatriðin
eins í öllu skipti en auk þess bætast oft við ýmis fleiri smáatriði,
sem ekki hafa komið í ljós áður. Auk þess að sjá myndir, skynj-
ar sá hlutskyggni venjulega líka ýmis hugræn og tilfinningaleg
áhrif. Stundum virðist eins og hann geti sjálfur liorfið inn í
myndinar, tekið þátt í atburðarásinni og heyrt og skilið samtal
fólksins.
Hlutskyggnt fólk hefur verið notað til að finna týnda menn
eða leita uppi glæpamenn eða lýsa því sem gerðist þegar glæp-
52 MORGUNN