Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 58
Maður framtíðar
Maðurinn á í dag um tvennt að velja: Annaðhvort að gefa sig
á vald þeim eyðingaröflum, sem hann býr yfir eða nota þekk-
ingu sína til þess að hefja sig upp á nýtt stig til skilnings á sjálf-
um sér og umhverfi sínu. Hinar ótrúlega öru framfarir á sviðum
vísinda og tækni hafa á ýmsan hátt orðið mönnum ofviða. Þeim
hefur ekki tekist að aðlaga sig þeim breyttu aðstæðum, sem
hafa skapast og afleiðingar þess komið fram í andlegu ójafnvægi
og alls kyns upplausn innan þjóðfélagsins. Margir hafa gefist
upp í hinni síauknu samkeppni við umhverfi sitt og tekið þann
kost að lifa aðeins fyrir líðandi stund. Hjá fjölda manns kemur
slík uppgjöf fram í alls kyns eyðileggingarstarfsemi og
skemmdarfýsn, sem víða má sjá. Það er óhjákvæmilegt að
samhliða tækniþróuninni hlýtur maðurinn jafnframt sjálfur að
taka einhverjum breytingum. Sú breyting eða þróun hlýtur
einnig fyrst að koma í ljós á meðal hinna fáu, sem síðan mun
breiðast út smátt og smátt meðal fleiri manna. Með þeim hætti
hefur framþróun alltaf átt sér stað.
Það er ekki ósennilegt að þeir skynnæmu einstaklingar, sem
finna má á meðal okkar í dag, séu einmitt vísir að slíkri þróun,
sem eigi eftir að verða öllum sameiginleg. Hæfileikar mannsins
til að skynja, meta og aðlaga sig umhverfi sínu verða að aukast,
annars hlýtur hann að bíða lægri hlut gagnvart þeim aðstæðum,
sem hann sjálfur hefur skapað. Það er ekki óhugsandi að skynj-
un á fleiri sviðum tilverunnar gæti orðið til þess að færa mönn-
um nýjan skilning og viðhorf, sem leitt geti mannkynið út úr
þeim ógöngum, sem það nú virðist vera komið í. Slíkur skiln-
ingur gæti orðið til þess að veita lífinu aukinn tilgang og gildi.
Því fer fjarri að skynnæmir einstaklingar séu einhver ofur-
menni; þeir eru aðeins venjulegt fólk, sem er á leiðinni út fyrir
þröng takmörk skilningarvitanna og inn á víðara skynsvið.
Hingað til hefur það verið venja að álíta að skilningarvitin fimm
væru þau takmörk, sem mannverunni væru sett, svipað og
hljóðmúrinn, sem við héldum að aldrei yrði rofinn. Við verðum
að viðurkenna að hæfileikar til æðri skynjunar eru staðreynd,
56
MORGUNN