Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 77

Morgunn - 01.06.1987, Page 77
Viss einkenni, sem Puharich tók eftir í fari þeirra, er hann hafði til athugunar við rannsóknir sínar, gáfu honum til kynna, að skilningshæfileikar manna örvist, ef sjálfráða taugakerfið sé hvatt til áhrifa. (Þetta leiðir m. a. af sér hægari hjartslátt og lægri blóðþrýsting og veldur þannig almennri slökun á sál og líkama). í þessu ástandi eykst magn taugakerfisins að acetylc- holini. Á meðan þetta slökunarástand varir, er einstaklingurinn móttækilegri fyrir psi-áhrif en ella. Hið gangstæða gerist, er óvænt viðbrögð, ótti eða áleitin hvöt til að forða sér frá einhverju, veldur aukinni framleiðslu adrenalins og skerpir viðbrögð sjálfráða taugakerfisins. Puhar- ich komst að þeirri niðurstöðu, að í því ástandi aukist sending- arhæfni manna. Kenning hans stefnir að því, að þyngdargildin Iækki á meðan viðtakandi nýtur slökunar,’ svið þeirra renna saman og mynda sameiginlegt vitundarsvið, þó e. t. v. aðeins örskamma hríð. Puharich er þeirrar skoðunar, að psi-plasmað hreyfist að öllum líkindum hraðar en ljósið.1 2 Samkvæmt þessu myndi það vara viðtakandinn sem teygði psi-hæfni sína til sendandans, en ekki öfugt! Hér mætti líkja að- stöðu viðtakanda við radartæki (magnað að acetylcholini), sem stefnir sjónþreifun sinni svo langt sem hún nær allt um kring og sinnir aðeins þeim merkjum, sem á einhvern hátt er stefnt að því (sendingarorkan myndi þar vera adrenalin), og þá einkum ef þar eru fyrir hendi skilingsrík viðhorf og, eða, ef þetta andlag „er ekki í lagi“ - svo sem ef það er haldið skyggnihugboði urn yfirvofandi hættu eða ófarir. Petta veitir einnig skýringu á því, af hverju Puharich álítur að tilraunir á sviði ESP - dulhæfni - muni reynast árangursríkari, ef viðtakandi er í þyngd.arleysisástandi, eins og til dæmis í geim- skipi. Til þess að láta að nokkru reyna á þessi kenningu sína, 1 Hin sjaldgæfu fyrirbæri um sjálfstætt svif hluta (levitation), sem talið er geta borið að höndum við dáíeiðslu og í trúarlegu algleymi, mega teljast styðja þessa kenningu. Hlutur, sem svífur sjálfstætt, virðist ekki um sinn háður þyngdarlögmálinu. 2 Afstæðiskenningin heldur því fram að efnisgerður hlutur geti ekki farið fram úr hraða ljóssins. MORGUNN 75

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.