Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 53
fremur líkja því við endurómun eða bergmál af tilfinningum
annarra. Oft gera þeir, sem hafa þennan eiginleika, sér enga
grein fyrir því hvernig hugarástand þeirra breytist vegna áhrifa
frá öðrum. Tiflinningaskynjun af þessu tagi er afar flókið fyrir-
bæri og oft erfitt að gera sér grein fyrir því.
Ung kona kom eitt sinn til mín að loknum fyrirlestri þar sem
ég hafði gert nokkra grein fyrir þessu efni. Lagði hún fast að
mér að ræða við sig og féllst ég á það, enda þótt ég ætti mjög
annríkt. Hún byrjaði á því að segja að nú hefði hún ef til vill
loks fundið lausn á vandamáli, sem hún hefði lengi átt við að
stríða. Kvaðst hún vera mjög hrifin af ungum manni, sem hún
hefði haft hug á að giftast. Milli þeirra hafði skapast mjög náin
vinátta og þau höfðu oft fjarhrifasamband sín á milli. Þegar
ungi maðurinn veiktist af krabbameini, fór hún að fá svipuð
sjúkdómseinkenni og hann, hún fékk kvalaköst eins og hann,
og einu gilti hvort þau voru samana eða ekki, hún varð gripin
sömu þunglyndis-, kvíða- og örvæntingarköstunum og hann.
Loks varð líðan hennar orðin svo slæm að hún var send í læknis-
rannsókn, sem þó leiddi í ljós að ekkert var athugavert við
heilsu hennar. Hún var þannig rannsökuð hvað eftir annað, en
ekkert kom í ljós, sem gaf tilefni til minnstu þjáninga. Læknir
hennar vísaði henni loks til sálfræðings, og hjá honum var hún
til meðferðar í þrjú ár án þess að ástand hennar hefði á nokkurn
hátt batnað og viðurkenndi sálfræðingurinn að hann gæti ekkert
fyrir hana gert. Ástand hennar var öllurn orðin ráðgáta og flest-
ir álitu hana taugasjúkling, sent enga von ætti um bata. Eftir að
við höfðum rætt unt þau tilfinningatengsl, sem ég hafði vikið að
í erindi mínu, fór henni að skiljast betur í hverju vandamál
hennar lá. Pað var fólgið í þessu sérstaka tilfinningsambandi,
sem skapast hafði milli hennar og unnusta hennar. Við ræddum
um aðferð, sem nota mætti til að rjúfa þessi sjúklegu tengsl
hennar við lfkams- og hugarástand vinarins, og upp frá þessum
degi hurfu henni öll sjúkdómseinkenni.
Fyrirbæri, skylt þessu, gerist, þegar tveir menn líkt og „afhl-
aða“ hvor annan tilfinningalega. Þegar slíkri menn eru saman í
•angan tíma, verða þeir þreyttir og lémagna. Ég hef haft undir
höndum skyggnan mann, sem getur séð lífsorkusvið, og látið
morgunn
51