Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 52
ekkert heyrt frá árum saman, en hafa svo nýlokið við að senda
bréf þann sama dag. Allir þekkja dæmi um það úr daglegu lífi,
þegar síminn hringir og maður veit hver er í símanum áður en
hann lyftir símtólinu. Ef tilraunirnar eru ekki gerðar undir
ströngu eftirliti, er erfitt að sannreyna, hvort um hugsanaflutn-
ing hafi verið að ræða.
Oft má heyra fólk, sem neitar því að til séu hæfileikar til æðri
skynjunar, segja frá reynslu sinni af fjarhrifum og til eru jafnvel
þeir, sem líta á fjarhrif sem sjálfsagðan hlut daglegrar tilveru.
Verkfræðingur nokkur sagði frá því hvernig móðir hans hafði
treyst á þennan eiginleika þegar hún sendi börnin út í búð til að
versla og höfðu þau vanist því að taka við hugboðum hennar á
þennan hátt. Ef hana vantaði eitthvað í viðbót við það sem þau
áttu að kaupa sendi hún þeim hugboð um hvað hún vildi að þau
kæmu með tilbótar og aldrei hafði brugðist að þau komu heim
einmitt með það sem vantaði.
Seinna varð þessi maður eigandi og framkvæmdastjóri að
stóru verktakafyrirtæki, sem sá um margs konar framkvæmdir á
vesturströnd Bandaríkjanna og hann þurfti þá oft að koma
áríðandi skilaboðum til undirmanna sinna, sem oft gat reynst
erfitt. Hann skýrði þá fyrir mönnum sínum, að ef nauðsyn
krefði gæti hann sent þeim hugskeyti um að fara í síma og
hringja til sín. Hann brýndi fyrir þeim, að ef þeim fyndist þeir
þurfa að hringja í hann, þá skyldu þeir hringja, og þótt hugboð
þeirra reynsust stundum ekki rétt, myndi hann fúslega borga
kostnaðinn af þeim símtölum fremur en að eiga á hættu að
nauðsynleg skilaboð kæmust ekki áleiðis. Petta tókst mjög vcl
og höfðu margir mannanna fjótt komist upp á lag með að taka
við skilaboðum á þennan hátt. Með þessu móti kvaðst eigandi
verksmiðjunnar hafa sparað þúsundir dollara og komist hjá
óþarfa tímasóun og erfiði.
Að skynja tilfinningalegt ástand annarra er ein tegund HSP-
hæfileika, sem er mjög algeng. Þeir, sem hafa þennan eiginleika
eru mjög næmir fyrir tilfinningum annarra og hugarástandi og
hefur því alls konar hugarangri, svo sem sorg, kvíði, ótti eða
reiði oft mjög slæm áhrif á þá og veldur þeim óþarfa þjáningu.
Þetta er því eins konar yfirfærsla tilfinninga eða kannski mætti
50
MORGUNN