Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 59
sem ómögulegt er aö mótmæla og aö fólk með slík hæfileika er
þegar byrjað að leggja fram merkilegan skerf til menningar-
innar í dag. Ef til vill er þetta fólk fyrirrennarar stórfenglegrar
stökkbreytingar í þróun mannsins eða vísar að hægri þróun til
æðra og fullkomnara mannkyns.
Við, sem lifað höfum á 20. öldinni, höfum verið svo heilluð af
hinum stórkostlegu uppgötvunum mannsins að okkur hefur svo
til gleymst að Iíta á hann sjálfan sem bæði skapandi og skynj-
anda allra þessara ótrúlegu afreka. Við verðum að læra að meta
hæfileika hans frá nýju sjónarmiði og gera okkur grein fyrir að
það eru fleiri hliðar á tilverunni en okkur hefur fram að þessu
verið ljóst.
Skilgreina mætti hæfileika til æðri skynjunar þannig að þeir
séu þróunarmöguleiki mannsins til þess að skynja svið, sem
hann hefur ekki áður verið fær um að skynja. Það er kominn
tími til að þessir hæfileikar verði rækilega kannaðir. Vinna þarf
ötullega að því að skipuleggja og samræma aðferðir til að upp-
götva eðli þeirra og tengsl en til þess að slíkar rannsóknir hafi
raunverulegt gildi verða þær fyrst og fremst að rniðast við skynj-
andann sjálfan. Að því kemur, að þau víðerni umhverfis, sem
hann skynjar, muni verða okkur ómótstæðileg hvatning til að
fullkomna vísindatæki okkar svo að þau geti skráð og metið
þessa umhverfisþætti.
Enn hefur ekki tekist að gera nákvæma grein fyrir hinum
ýmsu mismunandi þáttum HSP-hæfiIeika, heldur aðeins verið
færðar fram almennar niðurstöður. Líklegt er að enn frekari
rannsóknir eigi eftir að auka mjög mikið á skilning á þessum
skynjunarhæfileikum, bæði á skynjandanum sjálfum og á því,
sem hann skynjar. Til þess að hægt sé að rannsaka þessa hæfi-
leika við sem bestar aðstæður, er nauðsynlegt að komið verði á
fót rannsóknarmiðstöð þar sem slíkar rannsóknir fari fram, og
er áætlun um slíka stöð þegar í undirbúning. Nákvæm könnun
á þessum vitundarfyrirbærum eins og þau birtast hjá skynnæmu
fólk mun leggja grundvöll að frekari rannsóknum og uppgötv-
unum.
Eftir því sem rannsóknum miðar áfram mun eflaust einnig
koma betur í ljós hvaða aðferðum skynnæmt fólk beitir við að
morgunn
57