Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 45
þótti áhrif þess óstöðug, fór hann í þess stað að nota annað og ódýrara koltjörulitarefni sem heitir, pinacynol og er öruggara í meðferð. Hann áleit, að geislasviðið kringum mannslíkamann yrði sýnilegt vegna þess, að platan gerði augað næmt fyrir há- tíðnibylgjum. Árið 1937 gaf hann út bókina „Geislasvið manns- ins - eiginleikar þess og uppruni,“ (The Orgin and Properties of the Human Aura) þar sem hann skýrir frá uppgötvunum sínum. Árið 1910 fékkst japanski prófessorinn Fukurai, við Imperial háskólann í Tokyo, um tíma við rannsóknir á skyggni og því, sem hann nefndi „hugsanaskyn“. Eftir þriggja ára rannsóknir gaf hann út bókina „Hugsanaskyn og skyggni“ (Clairvoyance and Thoughtography), en bókin vakti svo mikla andúð að hann varð að hverfa frá starfi sínu við háskólann og setjast að í öðr- um landshluta. Kenndi hann þar síðan við annan skóla þar sem honum gafst í næði tími til að sinna áhugamálum sínum og rannsóknum. Á meðal þeirra, sem hann rannsakaði, var japanska stúlka Ikuko, sem gædd var þeim eiginleika að geta látið hugmyndir sínar birtast á ljósmyndaplötu, án þess að neitt annað kæmi þar nærri. Prófessor Fukurai prófaði þetta sama hjá fleira fólki, sem einnig sýndi svipaða hæfileika, en hjá henni komu þessar mynd- ir skýrast fram. Margt af þessu fólki sýndi einnig þann hæfileika að geta lesið gegnum lokað umslag. Ekki er vitað til þess að aðrir hafi haldið rannsóknum Fukurais áfram. Á 4. tug þessarar aldar hóf dr. McDougall við Dukeháskól- ann í Bandaríkjunum tilraunir á hæfileikum til æðri skynjunar og var það í fyrsta sinn sem viðurkennd opinber stofnun lagði fram fé til slíkra rannsókna þar í landi. Rannsóknaráætlun sína miðaði McDougall við mjög takmarkað svið og var hún afar nákvæm í öllum atriðum. Samstarfsmaður hans, dr. Rhine, hélt seinna áfram þessum rannsóknum og notaði hann sömu rann- sóknaraðferðir og McDougall hafði gert. Eftir dr. Rhine hafa komið út margar bækur um þetta efni. Við tilraunirnar í Duke-háskóla kom í ljós að oft átti sér stað beint hugsanasamband milli þátttakenda í tilraununum. Tals- verð vinna var lögc í að sannreyna sérstaka tegund HSP-hæfi- leika, sem nefndir eru „psycho-kinesis“ (hughreyfiorka). Dr. MORGUNN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.