Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 44
skáldanafn sitt tók hann sér síðar. Rúmlega tvítugur gerðist hann kennari við háskólann í Nizza, en kenndi síðar í París. Auk ritstarfa og kennslustarfa fékkst hann einnig við tilraunir með það sem hann kallaði „sjón án augna“ og skrifaði bók um þær með því nafni. Hann kallaði þennan hæfileika „auka-net- himnusjón“ eða „aukasjónskyn“ og í bók sinni lýsir hann reynslu sjálfs síns og víðtækum tilraunum, sem hann gerði á þessum hæfileikum til að sjá án augna. Fyrir allmörgum árum fór fram tilraun í sjúkrahúsi einu í Washington þar sem kona að nafni Margaret Foss sýndi hvernig hún gat „lesið" prentað mál með bundið fyrir augun. Sama til- raunin var gerð mörgum sinnum í viðurvist marga lækna og sál- fræðinga, en þó að þarna væri augljóslega um að ræða raun- verulega hæfileika, neituðu þeir að viðurkenna það, sem þeir þó sáu, einfaldlega vegna þess að þeim var um megn að skilja það sjálfir. Frá þessum tilraunum var skýrt í blaðinu The Miami Herald árið 1957. Árið 1960 sýndi Margaret Foss opinberlega hæfileika sína aftur í Bandaríkjunum. Tímaritið „Life“ birti 12. júní árið 1964 heilsíðugrein þar sem getið var um rannsóknir, sem fram höfðu farið í Sovétríkjunum á sjónskyni af þessu tagi og fylgdu þau ummæli greininni að þarna væri um furðulega og stórkostlega uppgötvun að ræða. Rosa Kuleshova hin rússneska skynjaði ekki aðeins liti og prentstarfi með fingurgómunum, heldur einnig með olnbogun- um. Sovéskir vísindamenn kölluðu þennan hæfileika „hör- undssjónskyn“. Það verður að telja býsna óheppilegt fyrir þá, sem höfðu rannsakað hæfileika Margaret Foss, að þeir skyldu verða til þess að afneita hæfileikum hennar beinlínis og eingöngu vegna eigin vanþekkingar. Brátt var uppgötvun hinna sovezku vís- indamanna opinberlega viðurkennd, en í þessu sambandi er þó vert að minnast þess að bók Jules Romains um þetta efni hafði þegar birst árið 1924. Enskur líffræðingur, sem snemma á þessari öld starfaði við háskólann í Cambridge, fékk áhuga á rannsóknum Kilners. Tók hann undir þá skoðun hans að með litarefninu dicyanine væri hægt að skynja útgeislun frá líkamanum, en þar sem honum 42 MORGUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.