Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 44

Morgunn - 01.06.1987, Page 44
skáldanafn sitt tók hann sér síðar. Rúmlega tvítugur gerðist hann kennari við háskólann í Nizza, en kenndi síðar í París. Auk ritstarfa og kennslustarfa fékkst hann einnig við tilraunir með það sem hann kallaði „sjón án augna“ og skrifaði bók um þær með því nafni. Hann kallaði þennan hæfileika „auka-net- himnusjón“ eða „aukasjónskyn“ og í bók sinni lýsir hann reynslu sjálfs síns og víðtækum tilraunum, sem hann gerði á þessum hæfileikum til að sjá án augna. Fyrir allmörgum árum fór fram tilraun í sjúkrahúsi einu í Washington þar sem kona að nafni Margaret Foss sýndi hvernig hún gat „lesið" prentað mál með bundið fyrir augun. Sama til- raunin var gerð mörgum sinnum í viðurvist marga lækna og sál- fræðinga, en þó að þarna væri augljóslega um að ræða raun- verulega hæfileika, neituðu þeir að viðurkenna það, sem þeir þó sáu, einfaldlega vegna þess að þeim var um megn að skilja það sjálfir. Frá þessum tilraunum var skýrt í blaðinu The Miami Herald árið 1957. Árið 1960 sýndi Margaret Foss opinberlega hæfileika sína aftur í Bandaríkjunum. Tímaritið „Life“ birti 12. júní árið 1964 heilsíðugrein þar sem getið var um rannsóknir, sem fram höfðu farið í Sovétríkjunum á sjónskyni af þessu tagi og fylgdu þau ummæli greininni að þarna væri um furðulega og stórkostlega uppgötvun að ræða. Rosa Kuleshova hin rússneska skynjaði ekki aðeins liti og prentstarfi með fingurgómunum, heldur einnig með olnbogun- um. Sovéskir vísindamenn kölluðu þennan hæfileika „hör- undssjónskyn“. Það verður að telja býsna óheppilegt fyrir þá, sem höfðu rannsakað hæfileika Margaret Foss, að þeir skyldu verða til þess að afneita hæfileikum hennar beinlínis og eingöngu vegna eigin vanþekkingar. Brátt var uppgötvun hinna sovezku vís- indamanna opinberlega viðurkennd, en í þessu sambandi er þó vert að minnast þess að bók Jules Romains um þetta efni hafði þegar birst árið 1924. Enskur líffræðingur, sem snemma á þessari öld starfaði við háskólann í Cambridge, fékk áhuga á rannsóknum Kilners. Tók hann undir þá skoðun hans að með litarefninu dicyanine væri hægt að skynja útgeislun frá líkamanum, en þar sem honum 42 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.