Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 68
Þegar doktorinn var kominn til gestgjafa sinna, útskýrði hann þennan leik sinn fyrir drengjunum og foreldrum þeirra. Þá lét hann þá Glyn og Ieuan setjast hvorn við sinn endann á löngu borði, en á það mitt setti doktorinn ferðakoffort sitt, þannig að drengirnir sáu ekki hvor til hins. Til þess að ýta sem best undir áhuga þeirra á leiknum, hét hann þeim verðlaunum, ef þeir stæðu sig vel - einum skildingi, ef 9 svör þeirra af 25 yrðu rétt, tveimur skildingum fyrir tíu rétt og þannig áfram. Það er skemmst frá að segja, að þarna tókst drengjunum svo vel, að dr. Soal fékk strax ástæðu til að iðrast þess hve háum launum hann hafði heitið þeim, enda nam skuld hans við hvorn drengjanna fyrir sig 15 enskum pundum og 13 skildingum er hann fór! Þetta fjármálaöngþveiti „var öllum til ánægju, Ieystu með 5 punda greiðslu til hvors drengs fyrir sig,“ segir Soal. Er dr. Soal kom þarna næst í heimsókn, endurskoðaði hann því launaskrá sína, en var allt að einu svo ógætinn að lofa drengjunum 1 ensku pundi í hvert sinn sem þeir gæfu 18 rétt svör af 25. Til skamms tíma hafði slíkur árangur verið talinn nánast óhugsanlegur og til marks um það má geta þess, að um miðjan fjórða tug aldarinnar hafði einhver heitið hverjum þeim, sýndi þann árangur undir nánu eftirliti, 500 pundum að launum. Enda kom það líka flatt upp á Soal að drengirnir sýndu þennan árangur iðulega á næstu tólf mánuðum og bættu þar um betur. Komust þeir meira að segja upp í 25 rétt svör, svo að þar varð á engan veg lengra komist. Brátt bætti Soal mjög um hinar fyrstu, frumstæðu aðstæður við þessar tilraunir. Jafnskjótt og hann kom aftur til London, átti hann símtal við starfsbróður sinn, H. T. Bowden, sem hafði hlotið menntun í Cambridge og var kennari í eðlisfræði, og bað hann að skerppa til Wales og gera sjálfstæða könnun á þessum hæfileikum drengjanna. Viku síðar sendi Bowden Soal kort, þar sem hann lýsti því af mikilli hrifningu að drengirnir hefðu gefið frá 17 til 25 rétt svör undir eftirliti hans. Næsta sumar voru drengirnir beðnir um að taka þátt í utan- hússtilraun, er haldin skyldi á engi skammt frá þorpi þeirra. Þar voru þeir látnir sitja við borð, og voru það í um það bil 30 metra fjarlægð hvor frá öðrum. Þetta gerðist 28. júlí 1956 og þar gáfu 66 MORGUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.