Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 80
FUNDUR HJÁ TORSTEN HOLMGUIST
Lesendabréf
Þann 17. febr. 1987 var ég á einka - miðilsfundi hjá sænskum
miðli. Torsten Holmquist, og stóð sá viðtalsfundur í 30 mín. Ég
talaði við hann á sænsku og gekk það ágætlega. Ég fékk mér
sæti beint á móti miðlinum til þess að ég heyrði betur til hans.
Hann sagði mér strax, að konan mín stæði bak við mig og hefði
hún komið til mín í nótt og hefði ég vaknað við það.
Þá sagði hann, að faðir minn væri þarna líka og hann væri
mjög hrifinn af því hversu langt ég hefði náð á ýmsum sviðum.
Miðillinn sagði að nálægt föður mínum væri gamall maður glað-
legur á svip, sem hefði verið fósturfaðir minn (frá sjö ára aldri),
en hann hefði verið trésmiður og járnsmiður í fyrra lífi. Hann
væri nú með gamanyrði á vörum, enda hefði hann verið gam-
ansamur í jarðlífinu.
Þá spurði ég miðilinn um barnabörnin og sagði hann strax, að
þau væru tveir drengir og ein stúlka og þau væru mjög efnileg,
en ég mætti veita yngri drengnum meiri athygli, en hann héti
Björn. Ég spurði miðilinn, hvort margt fólk væri þarna inni og
svaraði hann því játandi. Hann sagði, að meðal þeirra, sem
þarna væru, en sænskumælandi Finni með snjóhvítt hár og
hefði hann verið mikill vinur minn og að nafn hans væri Erik
Birch. Ég sagði honum að Erik hefði verið doktor í sagnfræði
áður en hann flutti til Stokkhólms, en þar hefði hann lesið með
mér landafræði í Stokkhólmsháskóla og orðið kandidat í þeim
fræðum. Doktor Erik Birch var mikið lærður maður. Hann var
alltaf mín hægri hönd, enda Ieitaði ég oft til hans, þegar ég
þurfti að fá einhverja upplýsingar. Þegar ákveðið var, að ég færi
sem fulltrúi íslands á kennaraþing í Helsinki sumarið 1947 og
78
MORGUNN