Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 43

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 43
Hann komst á þá skoðun að þarna væri um uppgötvun að ræða, sem læknavísindin gætu mjög sennilega haft gagn af. Bók hans um þetta efni „Útgeislun mannlíkamans“ (The Human At- mosphere), sem út kom árið 1911 vakti einnig talsverðan áhuga- meðal stéttarbræðra hans. Orðið „aura“ (geislasvið) var í þessu sambandi fyrst notað á miðöldum. Þegar meistararnir gömlu, sem myndskreyttu kirkj- ur þess tíma sýndu Krist eða dýrðlingana, var jafnan hafður geislabaugur um höfuð eða líkaman og þetta svið kölluðu þeir á sínu máli „aureola". Jafnvel fyrri tíma Krists voru heilagir menn oft sýndir umvafðir geislabliki og hefur þetta eflaust hald- ist síðan sem hefði meðal myndlistarmanna kristninnar. Ekki er ósennilegt að sumir þeirra hafi sjálfir verið skyggnir og séð geislasvið umhverfis suma menn. Síðan hefur orðið „aura“ venjulega verið notað til að tákna blik, sem skyggnt fólk skynj- ar kringum menn og dýr. Árið 1928 gaf bandarískur læknir að nafni George Starr White, út bók, sem bar nafnið „Hið mannlega geilsabik - upp- runi þess og saga“ (The Story of the Human Aura). Par segir dr. White frá því hvernig hann fyrst uppgötvaði geilsasvið kringum lifandi verur. Kvöld eitt, þegar hann sat fyrir framan arininn og varð að virða fyrir sér kött, sem hann átti, veitti hann því athygli að frá kettinum lagði eins konar blik eða ljósgeisla. Einnig tók hann eftir því, að þegar kötturinn varð hræddur, breyttist blikið. Seinna fór hann einnig að sjá blik umhverfis fólk og þá sá hann blikið einnig breytast þegar sjúkdómar voru annars vegar. Brátt varð hann leikinn í að tengja þessar breyt- ingar við ákveðin sjúkdómseinkenni. Fá orð hafa miðlar og spáfólk notið jafn mikið og orðið „aura“ og hefur það smám saman öðlast svo margvíslega merk- ingu að vísindamenn þora varla að nota það lengur. Hin upp- runalega merking orðsins stendur þó fyrir sínu og samræmist vel hugtakinu um geisla- og orkusvið. Jules Romains, hinn frægi leikrita- skáldsagnahöfundur, var einnig í hópi þeirra áhugamanna 19. aldar, sem áhuga höfðu á hæfileikum til æðri skynjunar. Hann fæddist í Frakklandi árið 1885 og bar þá skírnarnafnið Louis Farigoule, en hið þekkta morgunn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.